BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Lovísa Arnardóttir skrifar 18. september 2025 15:46 Sonja Ýr Þorbergsdóttir er formaður BSRB. Vísir/Ívar Fannar Stjórn BSRB fordæmir áform ríkisstjórnarinnar um að skerða réttindi starfsfólks í almannaþjónustu með afnámi áminningarskyldu. Í ályktun stjórnar BSRB segir að ríkisstjórnin ætli sér að gera þetta án samráðs við heildarsamtök launafólks og án þess að meta áhrifin með nokkrum hætti. Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni. Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira
Í ályktun frá stjórn BSRB segir að auk þessara áforma ætli ríkisstjórnin að skerða rétt launafólks til atvinnuleysistrygginga og afnema jöfnunarframlag til lífeyrissjóða vegna mismunandi örorkubyrði. Stjórnin krefst þess að ríkisstjórnin dragi öll þessi áform til baka og stuðli þannig að áframhaldandi friði á vinnumarkaði. „Stjórn BSRB ítrekar að um klárt brot á samráðsskyldu samkvæmt starfsmannalögum sé að ræða, og þeim leikreglum sem gilda samkvæmt íslenska vinnumarkaðsmódelinu,“ segir í ályktuninni. Þar kemur fram að starfsfólk almannaþjónustunnar starfi undir miklu álagi í bæði líkamlega og andlega krefjandi störfum, flest í heilbrigðis- og félagsþjónustu, menntakerfinu og á sviði öryggismála. Viðvarandi mannekla sé ein helsta áskorun í þeirra starfi og að brýnasta verkefni stjórnvalda í starfsmannamálum felist í aðgerðum til að vinna gegn manneklu, atgervisflótta, starfsmannaveltu og að draga úr veikindum vegna álags í starfi. „Í staðinn fyrir að takast á við það, ætlar ríkisstjórnin að skerða réttindi þessa hóps með fordæmalausum hætti,“ segir í ályktuninni. Þar segir að umræðu um að ekki sé hægt að segja upp starfsfólki sem ekki standi sig í starfi standist ekki skoðun. Af þeim málum sem komi á borð BSRB og dómaframkvæmd sé ljóst að núgildandi reglur séu ekki fyrirstaða við að tryggja gæði, fagmennsku og gott starfsumhverfi hjá hinu opinbera. „Markmið ákvæða um áminningu sem undanfara uppsagnar er að koma í veg fyrir að stjórnendur taki óupplýstar ákvarðanir af eigin geðþótta eða misbeiti valdi sínu, s.s. með því að hrekja gott fólk úr starfi, búa til klíkur eða með því að beita ógnarstjórnun. Það er sjálfsögð og eðlileg regla sem ætti að gilda á öllum vinnumarkaði,“ segir í ályktuninni.
Kjaramál Stéttarfélög Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Vinnumarkaður Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Sjá meira