Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir, Steinunn Bergmann og Þóra Leósdóttir skrifa 18. september 2025 19:03 Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Árum saman hafa heilbrigðisstéttir hér á landi varað við því að stærsta auðlind heilbrigðiskerfisins, starfsfólkið, fari þverrandi. Í heimsfaraldrinum afhjúpaðist þessi staða og vert er að minna á að það er ekki heilbrigðiskerfinu sjálfu að þakka hversu vel Ísland kom út úr faraldrinum heldur fagfólkinu sem þar starfar. Nýlega kynnti spretthópur á vegum heilbrigðisráðuneytisins tillögur til að styrkja geislameðferð á Landspítalanum en bið eftir meðferð vegna krabbameins hefur tvöfaldast á undanförnum vikum. Undanfarin ár hefur geislafræðingum sem starfa við deildina fækkað verulega og leggur spretthópur til að ráða geislafræðinga frá öðrum löndum til að leysa úr því eða senda sjúklinga í geislameðferð til Svíþjóðar. Formaður Félags geislafræðinga hefur á hinn bóginn bent á að miðað við fjölda starfa sé nóg af geislafræðingum hér á landi eins og staðan er í dag. Það útskrifist 15-20 geislafræðingar árlega og það þurfi að bæta kjör geislafræðinga svo þeir velji að starfa á deildinni. Félag geislafræðinga hafði ekki aðkomu að vinnu spretthópsins og ekki var leitað ráðgjafar hjá félaginu varðandi fram komnar tillögur. Mönnunarvandi er og hefur verið gríðarlegt vandamál. Það er almennt viðurkennt að bæta þurfi laun og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks til að fá fleiri til starfa nú og til framtíðar. Það leysir ekki vandann að sækja heilbrigðisstarfsfólk erlendis frá og skapa um leið skort í öðrum löndum. Við erum stödd í velferðarkreppu sem við sjáum ekki fyrir endann á því aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast auk þess sem fólksfjölgun er meiri en nokkru sinni fyrr. Skortur á heilbrigðisstarfsfólki mun aukast á næstu árum. Við verðum að tryggja haldbært heilbrigðiskerfi annars stefnir í algjört óefni. Kvennastéttir og virðismat Skakkt virðismat á störfum kvenna og kynbundinn launamunur skýrist af kynskiptum vinnumarkaði og námsvali. Innan BHM eru átta fag- og stéttarfélög háskólamenntaðra sérfræðinga á heilbrigðissviði þar sem konur eru í meirihluta. Þessar fagstéttir eru alla jafna með fjögurra til sex ára háskólanám að baki og þurfa starfsleyfi frá Embætti landlæknis til að mega starfa hér á landi. Flestar sinna þær störfum á opinberum vinnumarkaði og eru svokallaðar einkeypisstéttir sem þýðir að launasetning þeirra lýtur sjaldnast lögmálum markaðarins. Launasetning háskólamenntaðra á opinberum vinnumarkaði er hvað lægst hjá heilbrigðisstéttum, þeim sem sinna menntun komandi kynslóða og fagstéttum í menningarstarfsemi. Þegar meðallaun ólíkra fagstétta innan BHM eru skoðuð sést að þau eru lægst þar sem konur eru í miklum meirihluta eða á bilinu 650 – 770 þúsund krónur. Þegar meðallaun annarra hópa háskólamenntaðra sérfræðinga eins og hjá þeim sem starfa við fjármál og rekstur, lögfræði og stjórnsýslu eru meðallaun á bilinu 837 – 846 þúsund krónur. Virðismat starfa fer nefnilega enn í dag eftir því hvers kyns meirihluti starfsfólks er og hvernig hefð er fyrir því að starfið sé launað. Fjárfestum í velferð Það þarf að fjárfesta í menntakerfinu og heilbrigðis- og félagsþjónustu. Það þarf að setja lýðheilsu, forvarnir og endurhæfingu í algjöran forgang, með skýrri stefnu og aðgerðum þannig að fólk þurfi síður á kostnaðarsamri þriðja stigs þjónustu að halda. Að auki blasir við að fjölga þarf fagmenntuðu heilbrigðisstarfsfólki til muna og það strax. Íslenskt samfélag er ekki sjálfbært hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk með nauðsynlega fagþekkingu. Nýliðunar- og mönnunarvandi er raunveruleg ógn í mörgum faggreinum. Þörf er á markvissum aðgerðum til að leiðrétta launasetningu og bæta starfsumhverfi heilbrigðisstétta hjá stofnunum ríkisins og víðar á opinberum vinnumarkaði. Þannig er hægt að laða fleira ungt fólk til menntunar og starfa í heilbrigðisgreinum og halda þeim í starfi. Hvað hyggjast stjórnvöld gera til að beina fleira ungu fólki í nám í heilbrigðisgreinum? Vandinn leysist ekki að sjálfu sér. Breytinga er þörf! Laufey Elísabet Gissurardóttir er formaður Þroskaþjálfafélag Íslands. Steinunn Bergmann er formaður Félagsráðgjafafélags Íslands. Þóra Leósdóttir er formaður Iðjuþjálfafélags Íslands.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun