„Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. september 2025 19:20 Helgi Magnús segist efast það mjög að Kourani komi ekki aftur til landsins eftir að honum verður vísað í burt. Vísir/Lýður Valberg Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari segir það hafa reynt á taugakerfið að sitja undir áreiti og hótunum Mohamad Khourani. Hann hafi óttast um líf fjölskyldu sinnar en segist hafa mætt fálæti yfirmanna. Hann óttast að Kourani muni eiga auðvelt með að snúa aftur til landsins. Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“ Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Mohamad Kourani sem hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir rúmu ári hefur afsalað sér alþjóðlegri vernd og verður vísað af landi brott þegar hann hefur afplánað helming refsingarinnar og hann settur í endurkomubann til landsins í þrjátíu ár. Kourani hefur ítrekað komist í kast við lögin fyrir margvísleg brot. Helgi Magnús Gunnarsson fyrrverandi vararíkissaksóknari sat undir líflátshótunum Kourani í þrjú ár eftir að hafa staðfest niðurfellingu á kæru Kourani á hendur annars manns. Hótanirnar beindust ekki bara að Helga heldur fjölskyldu hans. „Ég ætla nú ekki að segja að ég hafi sofið með haglabyssuna undir rúmi en maður gerði ráðstafanir til þess að geta mætt því ef einhver bankaði upp á og maður varaði börnin sín við að fara til dyra án þess að vita hver væri við dyrnar, ég setti upp myndavélakerfi.“ Kerfið verji ekki sitt fólk Hann segir dómskerfið ekki verja sitt starfsfólk, fá úrræði standi því til boða þegar því berist ítrekaðar hótanir. „Ég fann frekar fyrir því hjá mínum yfirmanni að gera lítið úr þessu bara.“ Er það? „Já já, frekar en að taka þetta alvarlega og hafa einhvern viðbúnað.“ Lögmaður Kourani hefur sagt við fréttastofu að hann telji að Kourani hafi ekki áhuga á að koma aftur hingað til lands. Helgi segist efins. Mörg dæmi séu um að erlendir brotamenn hafi ekki fylgt slíku banni. „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka? Breyti bara einum staf í nafninu sínu þannig það komi ekki fram í einhverju tékki á farþegalistum? Þú þarft ekkert að sýna vegabréf til að bóka far með flugi til Íslands.“ Stjórnvöld verði að taka á málum Formaður Afstöðu hefur lagt til að Kourani verði strax náðaður og sendur úr landi svo spara megi fjármuni. Helgi segir það eina sem dugi sé harðari afstaða stjórnvalda í útlendingamálum. „Þá er það þannig að ef menn eru dæmdir og þeir klína saur og þvagi út um allan klefa hjá sér og ráðast á alla fangaverði sem þeir hitta, þá fái þeir að fara fyrr því það spari svo mikinn pening, af því það sé svo mikið vesen að hafa þig í fangelsi. Nei nei við eigum bara að búa til einhvern þægilegan gám fyrir þennan mann og hafa hann þar og rétta honum svo eitthvað inn um lúgu ef það er það sem hann vill og vill ekkert meira.“
Lögreglumál Mál Mohamad Kourani Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent