Enski boltinn

Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjall­göngu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pep Guardiola er í stuði þessa dagana.
Pep Guardiola er í stuði þessa dagana. vísir/getty

Erfiðri viku Man. City lýkur á sunnudag er liðið spilar við Arsenal í afar mikilvægum leik.

City mætti grönnum sínum í United um síðustu helgi og svo var leikur gegn Napoli í Meistaradeildinni í gær. Liðið fær því tveggja daga hvíld fyrir stórleik helgarinnar.

„Við ætlum að nýta þessa tvo daga til þess að fara í fjallgöngu,“ sagði Pep Guardiola, stjóri Man. City, léttur, ljúfur og kátur.

„Við munum hvíla okkur í dag. Menn verða að fá að jafna sig. Það er mikið um meiðsli og því er þetta í rauninni bara hvíld fram á sunnudag.“

Í janúar síðastliðnum kvartaði Pep yfir því að lið í ensku deildinni stæðu verr en önnur lið því stóru leikirnir í deildinni væru alltaf í kringum Evrópuleiki. Hann vildi ekki ræða það mál að þessu sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×