Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. september 2025 18:40 Hinn grunaði sást kaupa sér ís á öryggismyndavélum rétt fyrir morðið. Lögreglan í Svíþjóð Sænski vefmiðillinn Samnytt heldur því fram að rúmlega fertugur maður sem grunaður er um að hafa skotið 63 ára gamla konu til bana á heimili hennar í október í fyrra, sé Íslendingur. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir verknaðinn ásamt tveimur öðrum, manni á sextugsaldri og konu á fertugsaldri. Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu. Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun sænska ríkisútvarpsins frá október þegar morðið var framið og hin grunuðu úrskurðuð í gæsluvarðhald, var konan móðir manns sem tengdist undirheimunum í Stokkhólmi og nágrenni. Víg hennar hafi verið hefndaraðgerð í garð mannsins. Sonur hennar hafi skotið 28 ára gamlan mann til bana í Husby í maí 2021, verið handtekinn og ákærður en málinu hafi lokið með sýknu. Fram kemur í umfjöllun sænskra miðla að konan hafi verið virk í stjórnmálastarfi fyrir jafnaðarmannaflokk Svíþjóðar, Socialdemokraterna, ásamt því að vera virk í kirkjustarfi í sinni sókn, í Akella í Norðvestur-Stokkhólmi. Sms-samskipti hinna ákærðu. Samið var um greiðslu fyrir verknaðinn og fleiri dráp, en aldrei varð af þeim.Lögreglan í Svíþjóð Efst í annars læstri grein Samnytt má sjá mynd af hinum meinta Íslendingi, sem er 41 árs. Samkvæmt sms-skilaboðum og upptökum af símtölum sem lögreglan hefur undir höndum, er útlit fyrir að hinn meinti Íslendingur hafi verið verið ráðinn í verkið gegn greiðslu. Í símaupptöku sem lögreglan hefur undir höndum má heyra manninn og þann sem keypti af honum þjónustuna leggja á ráðin um fleiri morð, en þar ræddu þeir vopn, aðferðir og greiðslu. Í frétt Morgunblaðsins um málið segir að í kjölfar drápsins virðist skyttan hafa þjáðst af miklum samviskukvölum og skrifað á samfélagsmiðilinn Instagram að hann gæti ekki lifað með sjálfum sér eftir verknaðinn. Hann hafi svo játað í kjölfarið að konan hafi verið ráðin af dögum að undirlagi Dalen-klíkunnar í Stokkhólmi. Í upptöku af símtölum hans hafi svo reyndar mátt heyra hann segja að meðákærða, konan á fertugsaldri, hafi birt þann texta. Maðurinn játaði í yfirheyrslu í vor að hafa myrt konuna, en hin tvö meðákærðu neita allri sök í málinu.
Svíþjóð Erlend sakamál Íslendingar erlendis Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira