Fótbolti

Giggs yfir­gefur Sal­ford og vill snúa aftur í þjálfun

Siggeir Ævarsson skrifar
Giggs og Gareth Southgate eftir leik Wales og Englands í október 2020.
Giggs og Gareth Southgate eftir leik Wales og Englands í október 2020. EPA/Glyn Kirk / POOL

Ryan Giggs hefur sagt starfi sínu sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford FC lausu. Hann hefur augastað á því að snúa aftur í þjálfun.

Giggs stýrði landsliðið Wales á árunum 2018-2022 en hann var þó í leyfi frá því starfi frá nóvember 2020 en Giggs var þá handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot í garð fyrrverandi kærustu sinni og systur hennar. Málið var lengi í breska réttarkerfinu en í júlí 2023 var Giggs sýknaður.

Giggs hefur frá því í febrúar 2024 starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Salford City en liðið sem leikur ensku D-deildinni er í eigu fyrrum leikmanna Manchester United úr 1992 árgangi félagsins.

Giggs, sem er 51 árs, var aðstoðarþjálfari hjá Manchester United 2014-16 og þá stýrði hann liðinu í fjórum leikjum í lok árs 2014 meðan þjálfaraskipti gengu yfir. Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi elskað að stýra velska landsliðinu og hann verði alltaf jafnt spenntur á leikdag og jafnvel spenntari en áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×