Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 20. september 2025 12:33 Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Björg Sigurðardóttir Hjólreiðar Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum rauf rafmagnshjólið mitt 5.000 kílómetra múrinn eftir fjögurra ára þjónustu. Elsku Ellan búin að bera mig borgina þvera og endilanga í öllum veðrum, á negldum dekkjum, í logni, í slyddu, í mótvindi, rafmagnslaus og á móti miðnætursól. Vegalengd sem í upphafi virtist vera fjarlægur veruleiki fyrir miðaldra, þriggja barna móður búsetta í Breiðholti varð staðreynd. Á árinu hef ég hjólað tæplega 1.300 kílómetra, til og frá vinnu, í búðina, í sund, í heimsóknir eða á fundi. Vel að setjast á hjólið, skilja bílinn heima, spara akstur þegar tækifæri gefst. Hvað þýðir það að hjóla 1.300 kílómetra á ári eða 5.000 kílómetra á fjórum? Fyrir heimilisbókhaldið, fyrir loftslagið, fyrir heilsuna? Hvað gefa 5.000 kílómetrar á hjóli? Frískandi útivera sparar 1,3 tonn koltvísýringi Það er gaman að hjóla, frelsandi tilfinning að setjast á hjólið. Hægt að stýra hraðanum, fara hægar yfir þegar útsýnið er fagurt – eða stíga brekkuna og fá hjartað til að pumpa hraðar, taka heilsurækt á leiðinni til og frá vinnu. Njóta eða þjóta - nema náttúruna bókstaflega á eigin skinni, síbreytilega eins og við Íslendingar þekkjum vel. Stundum blaut, stundum köld, stundum hvöss. Hjólið gleður ekki aðeins sálina heldur líka heimilisbókhaldið. Eldsneytiskaup fyrir meðalstóran heimilisbíl sömu vegalengd myndi kosta um 150 þúsund krónur, það er margt hægt að gera fyrir þá upphæð. Við höfum hér rætt ávinninginn fyrir heilsuna, sálina og buddauna, en megum ekki heldur gleyma ávinningnum fyrir loftslagið. Gróðurhúsalofttegundir sem valda hækkandi hita á jörðinni eru ein helsta ógn mannkyns. Það er því áhugavert að reikna út hversu mörg kíló af koltvísýringi sparast við það að velja hjólið umfram bílinn. Fyrir hverja 1.000 kílómetra sem farnir eru hjóli frekar en á áðurnefndum meðal fólksbíl sparast um 260 kg af koltvísýringi, sem gera 1,3 tonn fyrir 5.000 km. Það er góð tilfinning að hafa sparað 1,3 tonn af koltvísýringi sem ella hefði farið út í andrúmsloftið. Hvað getum við sparað saman mörg tonn við að skilja bílinn eftir heima 1-2 daga í viku? Samgöngur bera ábyrgð á 54% kolefnisfótspori Reykjavíkur Á borgarþingi í byrjun september var farið yfir kolefnisfótspor borgarinnar en þar kom fram að samgöngur bera ábyrgð á 54% losunar gróðurhúsalofttegunda í borginni. Þegar uppskipting samgangna er skoðuð ber einkabílinn ábyrgð á langstærstum hluta eða 57%, rútur og strætó 6%, vöruflutningabílar 19%, skip 16% og flug 2%. Hver ætli skiptingin sé fyrir stórhöfuðborgarsvæðið; frá Borgarnesi, Selfossi, Suðurnesjum og sveitarfélögunum í kringum Reykjavík? Svæði þar sem 84% þjóðarinnar býr, starfar og ferðast um og bera 3 af hverjum 4 ökutækjum á landsvísu enda sýna tölurnar okkur að umferðin eykst ár frá ári. Um 70 bílar mæta götur á höfuðborgarsvæðisins í hverri viku, um 3.600 á ári vegna fólksfjölgunar, ferðamanna og velmegunar. Tækifæri í breyttum ferðavenjum Tækifærið okkar liggur í breyttum ferðavenjum okkar á höfuðborgarsvæðinu til að draga úr umferð fyrir þau sem hafa tök á velja aðra ferðamáta en einkabílinn. Einn dagur á hjóli, annar í strætó og þriðja á bíl. Ef 100 þúsund manns myndu skilja bílinn eftir heima einn dag í viku, spara 15 km í akstri á dag, gætu setið eftir heima á hlaði um 20.000 tonn koltvísýringi á ári. Það er því til mikils að vinna að skipuleggja vikuna út frá veðri, hversdagslegum verkefnum, panta matarinnkaup í gegnum netkaup og velja að skilja bílinn eftir heima. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar