„Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 20. september 2025 14:45 Þorgerður Katrín er ein í framboði til formanns Viðreisnar og því sjálfkjörin. Viðreisn Formaður Viðreisnar fór um víðan völl í ræðu sinni á landsþingi Viðreisnar sem er um helgina. Á milli þess sem hún hvatti flokksmennina áfram fór hún yfir mikilvægi frelsis, störf hennar sem utanríkisráðherra og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði að fara yfir sögu flokksins sem hefur nú verið starfandi í níu ár. „Í þennan tæpa áratug höfum við ekki bara slitið barnaskónum, heldur höfum við tekið að okkur hlutverk og ábyrgð á pólitíska sviðinu, við höfum setið í ríkisstjórn, upplifað stjórnarslit, verið í stjórnarandstöðu, setið í meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum og gengið í kosningabaráttur, mjög margar kosningabaráttur,“ segir Þorgerður. Þá tók hún fyrir nafnið, sem er undir áhrifum frá samnefndri Viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem var við völd frá árinu 1959 til 1971. Hún hlaut nafngiftina vegna tímarits sem ríkisstjórnin gaf út sem hét Viðreisn. „Sú stjórn markaði straumhvörf í sögu Íslands, með því að flétta saman miklar umbætur á velferðarkerfinu, frjálslyndar breytingar í atvinnulífinu og trú á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs,“ segir Þorgerður. Ikea-kjötbollur, Ritz-kex og rauðvín úr netverslun Hvort að Þorgerður hafi verið svöng við skrifin liggur ekki fyrir, en hún talaði bæði um kaffið og kolvetnin sem stóðu til boða á fundinum auk þess að líkja ríkisstjórnarflokkunum við eitthvað matarkyns. „Samfylkingin leggur á ríkisstjórnarborðið nútímavædda en samt rótgróna hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar. Sem ég sé fyrir mér á ríkisstjórnarborðinu sem pínu upphitaðar ljúffengar sænskar kjötbollur úr Ikea. Flokkur fólksins smellir sínum boðskap um fæði, klæði, húsnæði á borðið, bara strangheiðarlegt, gómsætt rækjusalat og Ritz,“ segir hún og uppsker hlátur úr salnum. Viðreisn komi síðan með frjálslynda hugmyndafræði verðmætasköpunar, velferðar og alþjóðlegs samstarfs að borðinu. „Ég sé fyrir mér svona huggulegan bakka af innfluttum Evrópskum ostum, íslensk jarðarber og ögn af rauðvíni, úr netverslun auðvitað. Hver getur staðist svona veisluborð?“ spyr hún en tekur jafnframt fram að líkingarnar séu gerðar í góðu gríni og muni ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Frelsið ætti undir höggi að sækja Þorgerður Katrín sagði að frelsið sjálft ætti undir högg að sækja. „Það eru sterkir og valdamiklir kraftar sem vilja afbaka frelsið og gera frjálslyndi tortryggilegt hvar sem það kann að finnast. Hvort sem það er í kennslustofum, almannarýmum, alþjóðaviðskiptum, í samskiptum á samfélagsmiðlum eða í svefnherberginu, þessum öflum er ekkert óviðkomandi,“ segir hún. „Þau vilja skapa ójafnvægi og virðast trúa því að glundroðinn muni leiða okkur aftur til samfélagsfortíðar sem við söknum ekki neins. Að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram.“ Pútín stærsta ógnin Eftir að hafa farið yfir helstu málefni ráðherranna sinna sneri Þorgerður sér að málefnum sínum sem utanríkisráðherra. „Sjálfri hefur mér þótt alveg ótrúlegt að sitja í stól utanríkisráðherra á þessum tímum í heimssögunni. Ég veit að mörgum ykkar þykir ég vera of mikið í útlöndum, og ég skil það. En staðan er sú að við höfum aldrei þurft að taka hlutverki okkar jafn alvarlega í alþjóðasamvinnu og nú. Við erum hlekkur í keðju kerfis sem verið er að grafa undan, og það kerfi verðum við að standa utan um,“ segir Þorgerður. „Við stöndum frammi fyrir auknum óstöðugleika í Evrópu þar sem Pútín er stærsta ógnin. Ástandið á Gasa minnir okkur svo á hvað við erum fljót að gleyma, og fyllir mann oft á tíðum vonleysi um stóru heimsmyndina. Við stöndum með saklausu fólki í Úkraínu og Palestínu.“ Hún segir Ísland nú þegar vera með djúp tengsl við Evrópu í gegnum EES-samstarfið og Schengen og fer yfir í eitt helsta kosningamál Viðreisnar, inngöngu í Evrópusambandið. Ísland eigi heima í hjarta Evrópu Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árið 2027 um hvort halda eigi áfram með vinnu að inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið. Sú atkvæðagreiðsla snýst því ekki hreint og beint um hvort Ísland eigi að ganga inn í sambandið, heldur einungis hvort halda eigi áfram með vinnuna. „Viðreisn hefur alltaf talað skýrt, við viljum að þjóðin fái val um hvar hún telur hagsmunum sínum best borgið. Við einfaldlega treystum þjóðinni. Ísland á heima í hjarta Evrópu.“ Þorgerður nefnir kosti þess að ganga í Evrópusambandið, svo sem að Íslendingar í atvinnurekstri út um allt land fái meira svigrúm og athafnafrelsi auk sterkara efnahagslegs öryggis og fyrirsjáanleika fyrir heimili með því að taka upp evruna. „Þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bara prófsteinn á samband okkar við Evrópu, hún verður prófsteinn á það hvort við ætlum að byggja stjórnmálin á trausti eða hræðslu, á samtali eða upplýsingaóreiðu.“ Heldur stolt áfram Þorgerður gaf sér tíma til að þakka ekki bara ráðherrum flokksins heldur einnig öllum þingmönnum, fulltrúum í sveitarstjórnum, sjálfboðaliðum og starfsfólki flokksins. Hún þakkaði sérstaklega Þórdísi Lóu, oddvita Viðreisnar í borgarstjórn, sem tilkynnti fyrr í vikunni að hún ætli ekki að gefa kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Ég er stolt af fyrstu mánuðunum okkar í ríkisstjórn, en við erum rétt að byrja. Auðvitað átta ég mig á því að það eru sterkir kraftar hér innanlands sem vilja ekki breyta neinu og ég átta mig líka á því að þessir sömu kraftar hafa haft tangarhald á alltof mörgu í íslensku samfélagi um áratugaskeið.“ „Við erum á hárréttum stað á hárréttum tíma og verkefnið er að færa Ísland áfram,“ sagði Þorgerður í lok ræðunnar. Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, byrjaði að fara yfir sögu flokksins sem hefur nú verið starfandi í níu ár. „Í þennan tæpa áratug höfum við ekki bara slitið barnaskónum, heldur höfum við tekið að okkur hlutverk og ábyrgð á pólitíska sviðinu, við höfum setið í ríkisstjórn, upplifað stjórnarslit, verið í stjórnarandstöðu, setið í meirihluta og minnihluta í sveitarstjórnum og gengið í kosningabaráttur, mjög margar kosningabaráttur,“ segir Þorgerður. Þá tók hún fyrir nafnið, sem er undir áhrifum frá samnefndri Viðreisnarstjórn, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins sem var við völd frá árinu 1959 til 1971. Hún hlaut nafngiftina vegna tímarits sem ríkisstjórnin gaf út sem hét Viðreisn. „Sú stjórn markaði straumhvörf í sögu Íslands, með því að flétta saman miklar umbætur á velferðarkerfinu, frjálslyndar breytingar í atvinnulífinu og trú á mikilvægi alþjóðlegs samstarfs,“ segir Þorgerður. Ikea-kjötbollur, Ritz-kex og rauðvín úr netverslun Hvort að Þorgerður hafi verið svöng við skrifin liggur ekki fyrir, en hún talaði bæði um kaffið og kolvetnin sem stóðu til boða á fundinum auk þess að líkja ríkisstjórnarflokkunum við eitthvað matarkyns. „Samfylkingin leggur á ríkisstjórnarborðið nútímavædda en samt rótgróna hugmyndafræði jafnaðarstefnunnar. Sem ég sé fyrir mér á ríkisstjórnarborðinu sem pínu upphitaðar ljúffengar sænskar kjötbollur úr Ikea. Flokkur fólksins smellir sínum boðskap um fæði, klæði, húsnæði á borðið, bara strangheiðarlegt, gómsætt rækjusalat og Ritz,“ segir hún og uppsker hlátur úr salnum. Viðreisn komi síðan með frjálslynda hugmyndafræði verðmætasköpunar, velferðar og alþjóðlegs samstarfs að borðinu. „Ég sé fyrir mér svona huggulegan bakka af innfluttum Evrópskum ostum, íslensk jarðarber og ögn af rauðvíni, úr netverslun auðvitað. Hver getur staðist svona veisluborð?“ spyr hún en tekur jafnframt fram að líkingarnar séu gerðar í góðu gríni og muni ekki hafa áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Frelsið ætti undir höggi að sækja Þorgerður Katrín sagði að frelsið sjálft ætti undir högg að sækja. „Það eru sterkir og valdamiklir kraftar sem vilja afbaka frelsið og gera frjálslyndi tortryggilegt hvar sem það kann að finnast. Hvort sem það er í kennslustofum, almannarýmum, alþjóðaviðskiptum, í samskiptum á samfélagsmiðlum eða í svefnherberginu, þessum öflum er ekkert óviðkomandi,“ segir hún. „Þau vilja skapa ójafnvægi og virðast trúa því að glundroðinn muni leiða okkur aftur til samfélagsfortíðar sem við söknum ekki neins. Að fara aftur á bak í stað þess að fara áfram.“ Pútín stærsta ógnin Eftir að hafa farið yfir helstu málefni ráðherranna sinna sneri Þorgerður sér að málefnum sínum sem utanríkisráðherra. „Sjálfri hefur mér þótt alveg ótrúlegt að sitja í stól utanríkisráðherra á þessum tímum í heimssögunni. Ég veit að mörgum ykkar þykir ég vera of mikið í útlöndum, og ég skil það. En staðan er sú að við höfum aldrei þurft að taka hlutverki okkar jafn alvarlega í alþjóðasamvinnu og nú. Við erum hlekkur í keðju kerfis sem verið er að grafa undan, og það kerfi verðum við að standa utan um,“ segir Þorgerður. „Við stöndum frammi fyrir auknum óstöðugleika í Evrópu þar sem Pútín er stærsta ógnin. Ástandið á Gasa minnir okkur svo á hvað við erum fljót að gleyma, og fyllir mann oft á tíðum vonleysi um stóru heimsmyndina. Við stöndum með saklausu fólki í Úkraínu og Palestínu.“ Hún segir Ísland nú þegar vera með djúp tengsl við Evrópu í gegnum EES-samstarfið og Schengen og fer yfir í eitt helsta kosningamál Viðreisnar, inngöngu í Evrópusambandið. Ísland eigi heima í hjarta Evrópu Í sáttmála ríkisstjórnarinnar segir að efna eigi til þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir árið 2027 um hvort halda eigi áfram með vinnu að inngöngu Íslendinga í Evrópusambandið. Sú atkvæðagreiðsla snýst því ekki hreint og beint um hvort Ísland eigi að ganga inn í sambandið, heldur einungis hvort halda eigi áfram með vinnuna. „Viðreisn hefur alltaf talað skýrt, við viljum að þjóðin fái val um hvar hún telur hagsmunum sínum best borgið. Við einfaldlega treystum þjóðinni. Ísland á heima í hjarta Evrópu.“ Þorgerður nefnir kosti þess að ganga í Evrópusambandið, svo sem að Íslendingar í atvinnurekstri út um allt land fái meira svigrúm og athafnafrelsi auk sterkara efnahagslegs öryggis og fyrirsjáanleika fyrir heimili með því að taka upp evruna. „Þjóðaratkvæðagreiðslan verður ekki bara prófsteinn á samband okkar við Evrópu, hún verður prófsteinn á það hvort við ætlum að byggja stjórnmálin á trausti eða hræðslu, á samtali eða upplýsingaóreiðu.“ Heldur stolt áfram Þorgerður gaf sér tíma til að þakka ekki bara ráðherrum flokksins heldur einnig öllum þingmönnum, fulltrúum í sveitarstjórnum, sjálfboðaliðum og starfsfólki flokksins. Hún þakkaði sérstaklega Þórdísi Lóu, oddvita Viðreisnar í borgarstjórn, sem tilkynnti fyrr í vikunni að hún ætli ekki að gefa kost á sér í næstu sveitarstjórnarkosningum. „Ég er stolt af fyrstu mánuðunum okkar í ríkisstjórn, en við erum rétt að byrja. Auðvitað átta ég mig á því að það eru sterkir kraftar hér innanlands sem vilja ekki breyta neinu og ég átta mig líka á því að þessir sömu kraftar hafa haft tangarhald á alltof mörgu í íslensku samfélagi um áratugaskeið.“ „Við erum á hárréttum stað á hárréttum tíma og verkefnið er að færa Ísland áfram,“ sagði Þorgerður í lok ræðunnar.
Viðreisn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Evrópusambandið Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira