„Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Smári Jökull Jónsson skrifar 21. september 2025 13:31 Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradal er ánægður með niðurstöður kosninganna og segir þær hafa komið skemmtilega á óvart. Vísir Sveitarstjóri í Skorradal segir leiðinlegt að fólk sem ekki búi í sveitarfélaginu hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður sameiningarkosninga Skorradalshrepps og Borgarbyggðar. Hann segist ekki hafa áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan í nýju og stærra sveitarfélagi. Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum. Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sameining Skorradalshrepps og Borgarbyggðar var samþykkt í báðum sveitarfélögum en kosningum þar að lútandi lauk í gær. Rúmlega 88% kusu með sameiningu í Borgarbyggð en tæplega 60% í Skorradalshrepp. Talsverð átök hafa verið í tengslum við kosninganna. Andstæðingar sameiningar í Skorradal hafa verið sakaðir um smölun og meðal annars tók lögreglan hús á Skorrdælingum til að athuga hversu margir byggju þar í raun. Jón Eiríkur Einarsson sveitarstjóri í Skorradalshreppi segir leiðinlegt að aðilar sem ekki búa í Skorradal hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosninganna. „Ég vona að við snúum öll saman bökum saman á næstunni og næstu mánuðum og vinnum eins og eitt. Þetta er búið að vera erfitt ferli vegna þess að það hefur ýmislegt gengið á. Ég vona að sjálfsögðu að það sé að baki.“ Segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Hann segir að nafn á nýju sveitarfélagi verði ákvörðun nýrrar sveitarstjórnar. „Ný sveitarstjórn sem kosin verður við sveitarstjórnarkosningar í vor tekur ákvörðun um það hvort það verði farið í tilnefningar um einhverjar nafnabreytingar. Ég hef enga skoðun á því í sjálfu sér.“ Niðurstöðuna segir hann verða íbúum til Skorradals til góðs og nefndi stefnu stjórnvalda um að stækka sveitarfélög í því samhengi. „Þetta kom kannski skemmtilega á óvart, ég óttaðist að þetta yrði aðeins tæpara.“ Hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði útundan Hann segir sameininguna þýða að íbúar í Skorradal hafi nú beinan aðgang að þjónustu í Borgarbyggð sem sveitarfélagið hafi áður haft góðan aðgang að en þurft að kaupa. Hann hefur ekki áhyggjur af því að Skorradalur verði út undan í nýju og stærra sveitarfélagi en segir togstreitu á milli dreif- og þéttbýlis í sveitarfélögum almennt vera þekkta. „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist talsvert til þéttbýlisins og það gildir í sjálfu sér ennþá. Ég tel að það sé ekkert meiri hætta á að Skorradalur verði útundan heldur en bara einhver annar af gömlu dölunum sem voru búnir að sameinast allir áður nema Skorradalshreppur. Hann hefur alltaf fellt þar til nú.“ Hann segir nauðsynlegt að hafa sveitarstjórnarfulltrúa dreifða um allt sveitarfélagið. „Hver og einn tekur ákvörðun um það hvort hann vill komast á lista í nýju sveitarfélagi. Auðvitað vonast maður alltaf til að sveitarstjórn hafi á að skipa fulltrúum sem víðast úr sveitarfélaginu, að það sé ekki bara úr Borgarnesi heldur að það sé Borgarnes og hinar dreifðu byggðir. Sérstaklega þannig að landbúnarmaður og ýmis mál sem tilheyra sveitarfélaginu séu ekki síður í hávegum höfð,“ sagði Jón Eiríkur að lokum.
Skorradalshreppur Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira