Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. september 2025 17:01 „Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Viðreisn Evrópusambandið Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
„Við þurfum að verða sambandsríki sem er ekki bundið af kröfum um einróma samþykki eða skorti á viðeigandi valdheimildum í utanríkis- og öryggismálum,“ segir meðal annars í aðsendri grein sem birtist á fréttavefnum Politico 8. september síðastliðinn eftir Guy Verhofstadt, forseta European Movement International, Josep Borrell, fyrrverandi utanríkismálaráðherra Evrópusambandsins, og Domènec Ruiz Devesa, forseta Union of European Federalists. Fyrrnefndur Verhofstadt var aðalræðumaður landsþings Viðreisnar sem fram fór um helgina en hann hefur lengi verið einhver harðasti stuðningmaður lokamarkmiðsins með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins allt frá upphafi að til yrði evrópskt sambandsríki. Þann 28. marz síðastliðinn ritaði hann að sama skapi á samfélagsmiðilinn X að til þess að draga úr því hversu háð sambandið væri Bandaríkjunum yrði það að verða „fullvalda Bandaríki Evrópu.“ Fram kom í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar innan Evrópusambandsins og forvera þess, að fyrsta skrefið væri að kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja færi undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem gjarnan hefur verið nefndur faðir sambandsins öðrum fremur, segir enn fremur í ævisögu sinni að stefnt hafi verið að Bandaríkjum Evrópu frá upphafi og vann ötullega að því markmiði. Hrein leitun hefur verið að forystumönnum innan Evrópusambandsins á liðnum árum sem ekki hafa verið yfirlýstir stuðningsmenn lokamarkmiðsins um sambandsríki þó fáir hafi verið eins ötulir og Verhofstadt. Samhliða því hefur sambandið öðlast sífellt fleiri einkenni ríkis. Meðal annars þau að vægi ríkja innan þess fari fyrst og fremst eftir íbúafjölda og að einróma samþykki þeirra heyri í dag til algerra undantekninga. Verhofstadt vill frekara afnám þess. Verhofstadt er forseti evrópsku regnhlífarsamtakanna European Movement International sem fyrr segir sem haft hafa það markmið frá stofnun árið 1947 að til yrði evrópskt sambandsríki en hann var kynntur til sögunnar á landsþinginu sem slíkur. Hann situr enn fremur í stjórn samtakanna Spinelli Group sem hann stofnaði og beita sér fyrir sama markmiði. Þá má nefna að hann ritaði á sínum tíma bók um málið sem ber einfaldlega heitið United States of Europe. Verhofstadt er einnig fyrrverandi forseti þingflokks frjálslyndra á þingi Evrópusambandsins sem systurflokkar Viðreisnar tilheyra. Þar á meðal í samtökunum ALDE sem flokkurinn er aðili að. Núverandi forseti þingflokksins, Valérie Haye, sagði í bréfi til Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar sambandsins, og António Costa, forseta leiðtogaráðs þess, í febrúar síðastliðnum að kominn væri tími til að sambandið yrði að stórveldi með sjálfstæðan her. Varðandi European Movement International má geta þess að Evrópuhreyfingin, samtök hérlendra Evrópusambandssinna sem Jón Steindór Valdimarsson, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar og núverandi aðstoðarmaður Daða Más Kristóferssonar fjármálaráðherra flokksins, stofnaði, er aðili að evrópsku regnhlífarsamtökunum. Með öðrum orðum má ljóst vera að bæði Viðreisn og Evrópuhreyfingin séu hlynnt lokmarkmiðinu um evrópskt sambandsríki. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun