Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2025 12:02 Miklar væntingar hafa verið gerðar til Ousmané Dembélé í lengri tíma en hann sprakk algjörlega út á síðasta tímabili. epa/YOAN VALAT Í kvöld verður Gullboltinn, verðlaunin fyrir besta leikmann Evrópu, veittur við hátíðlega athöfn. Lið þess sem þykir líklegastur til hreppa hnossið spilar í kvöld. Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira
Franska tímaritið France Football hefur veitt Gullboltann síðan 1956. Lionel Messi hefur hlotið verðlaunin oftast allra, eða átta sinnum. Samkvæmt veðbönkum þykir Ousmané Dembélé, leikmaður Paris Saint-Germain, líklegastur til að hljóta Gullboltann. Dembélé var í lykilhlutverki hjá PSG sem vann þrefalt á síðasta tímabili; frönsku úrvalsdeildina, frönsku bikarkeppnina og Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn. Hinn 28 ára Dembélé var nokkuð rólegur fyrir áramót en fór á mikið flug eftir að árið 2025 gekk í garð og blómstraði í nýrri stöðu, sem fremsti maður. Frakkinn skoraði 35 mörk og lagði upp sextán í öllum keppnum á síðasta tímabili. Ef Dembélé vinnur Gullboltann verður hann fyrsti Frakkinn síðan Karim Benzema 2022 til að fá þessi verðlaun. Hann verður einnig annar leikmaður PSG til að hljóta Gullboltann, á eftir Messi 2021. Fimm Frakkar hafa hlotið Gullboltann: Michel Platini, Raymond Kopa, Jean-Pierre Papin, Zinedine Zidane og Benzema. PSG á leik gegn Marseille á útivelli í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna veðurs. Dembélé verður þó líklega ekki með í leiknum vegna meiðsla og gæti því verið viðstaddur afhendingu Gullboltans. Dembélé hefur misst af báðum leikjum PSG eftir landsleikjahléið vegna meiðsla í læri. Næstur á lista veðbanka yfir þá sem eru líklegastir til að fá Gullboltann er ungstirnið Lamine Yamal hjá Barcelona. Ef það gerist verður hann sá yngsti í sögunni til að vinna verðlaunin, aðeins átján ára. Brasilíumaðurinn Ronaldo er yngsti sigurvegari Gullboltans en hann var 21 ára og 96 daga þegar hann fékk Gullboltann 1996. Samherji Yamals hjá Barcelona, Raphinha, er einnig ofarlega á lista veðbanka en hann skoraði 34 mörk og gaf 22 stoðsendingar þegar Börsungar unnu tvöfalt á síðasta tímabili. Portúgalski miðjumaðurinn hjá PSG, Vitinha, og Mohamed Salah, framherji Liverpool, þykja einnig líklegir. Afhending Gullknattarins verður í beinni útsendingu á SÝN Sport Viaplay. Hefst útsending klukkan 19:00 í kvöld.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjá meira