Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. september 2025 23:02 Ásgeir segir lögregluna alltaf taka vel í hugmyndir um hvernig mega bæta starf hennar. Hann hafi mestar áhyggjur af mönnun. Vísir/Vilhelm Aðstoðarlögreglustjóra hugnast ekki hugmyndir borgarfulltrúa um hverfislögreglustöð í Breiðholti. Fjöldi lögreglustöðva á höfuðborgarsvæðinu sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum, mikilvægara sé að fjölga lögreglumönnum. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“ Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins lagði fram tillögu á borgarstjórnarfundi um að hverfislögreglustöð í Breiðholti í Mjódd yrði opnuð á ný en samþykkt var að fresta afgreiðslu málsins í borgarstjórn. Stöðinni var lokað árið 2009 vegna skipulagsbreytinga en Kjartan segir íbúa í efra Breiðholti reglulega kvarta yfir viðbragðstíma lögreglu. Bráðavandinn snúi að mönnun Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir stuttan útkallstíma í fremsta forgangi, lögreglan komi þar vel út í alþjóðlegum samanburði. Þar skipti mönnun lykilmáli frekar en fjöldi lögreglustöðva. „Bráðavandi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu er sá að hér vantar auðvitað tvær áhafnir að minnsta kosti til að leysa bráðavandann, tvær áhafnir á vakt allan sólarhringinn. Það auðvitað bara kostar fullt af peningum, það kostar þrjátíu lögreglumenn því það tekur fimmtán lögreglumenn að manna eina áhöfn með öllu því sem fylgir á ársgrundvelli.“ Styttri útkallstími en áður Lögreglumennirnir í Mjódd á sínum tíma hafi unnið gríðarlega gott starf en starf þeirra hafi ekki einungis falist í að sinna útköllum, hluti starfsins hafi falið í sér viðveru á skrifstofu. Breiðholtið hafi 2009 færst til lögreglustöðvarinnar á Dalvegi en meginlögreglustöðin hafi áður verið á Hverfisgötu. „Lögreglustöðin við Dalveg er nú nánast alveg í útjaðri Breiðholtsins þannig þessi venjulegi útkallstími var að mínu mati styttri heldur en áður.“ Lögregla hafi fengið fjárveitingu á síðasta ári til að bæta samfélagslöggæslu, forvarnarstarf fyrir ungmenni og tengsl við íbúa. Ásgeir bendir á að fjöldi lögreglustöðva hérlendis sé með því mesta sem gerist á Norðurlöndum en Reykjavík sé hinsvegar verst mannaða höfuðborgin í Evrópu. „Svo þarf alltaf að taka umræðuna um það hvað þú eyðir miklum peningum í steypu og lögreglumenn sem eru þá bara að manna þessa steypu, eða þá hvort þú viljir hafa lögreglumennina úti meðal fólksins, það er önnur umræða en bara mjög mikilvæg.“
Lögreglan Reykjavík Mjódd Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira