Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Eiður Þór Árnason skrifar 22. september 2025 21:55 Björg Magnúsdóttir var aðstoðarmaður Einars Þorsteinssonar borgarstjóra í rúmt ár. Vísir/Vilhelm Björg Magnúsdóttir, fjölmiðlakona og fyrrverandi aðstoðarmaður borgarstjóra, hefur gengið til liðs við Viðreisn. „Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
„Um helgina tók ég þátt í mínu fyrsta landsþingi Viðreisnar en ég skráði mig til leiks í flokkinn í sumar eftir mjög miklar vangaveltur og innri leiðangur,“ segir Björg í færslu á Facebook-sinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, tilkynnti fyrir viku að hún myndi ekki sækjast eftir því að leiða flokkinn aftur í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram í maí á næsta ári. Vísir greindi frá því á dögunum að Björg hafi verið orðuð við oddvitasætið. Björg hefur komið víða við og starfaði lengi við dagskrárgerð á RÚV. Einnig hefur hún komið að handritsskrifum leikinna sjónvarpsþáttaraða á borð við Ráðherrann og Vigdísi. Hún aðstoðaði svo Einar Þorsteinsson, oddvita Framsóknar í Reykjavík, á meðan hann sat á borgarstjórastóli í rúmt ár. „Ég trúði á þann meirihlutasáttmála sem unnið var eftir í borginni; setja átti börn í forgang, hraða uppbyggingu húsnæðis og sýna ráðdeild í rekstri ásamt ýmsu öðru - en svo fór sem fór,“ skrifar Björg um þann tíma. Vísar hún þar til meirihlutasamstarfs Samfylkingar, Framsóknar, Viðreisnar og Pírata í borgarstjórn sem upp úr slitnaði í febrúar síðastliðnum. Í kjölfarið var myndaður nýr borgarstjórnarmeirihluti án aðkomu Framsóknar og Viðreisnar. Skráð í marga flokka Þótt Björg hafi starfað fyrir oddvita Framsóknarflokksins hefur hún áður tekið þátt í starfi annarra stjórnmálaflokka. Þannig mætti Björg, á meðan hún gegndi starfi aðstoðarmanns borgarstjóra Framsóknarflokksins, á hverfisfund Sjálfstæðismanna í Fossvogi í febrúar, í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins. Þá sagðist Björg vera skráð í marga flokka, þar á meðal Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2026 Tengdar fréttir Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00 Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11 Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra, varaþingmaður og fyrrverandi ríkissáttasemjari, íhugar að bjóða sig fram fyrir Viðreisn í Reykjavík í borgarstjórnarkosningum í vor. Fleiri hafa verið orðaðir við framboð fyrir flokkinn í borginni. 17. september 2025 16:00
Þórdís Lóa ætlar ekki fram Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur, hyggst ekki bjóða sig fram í næstu borgarstjórnarkosningum sem fram fara í maí á næsta ári. 15. september 2025 08:11