Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. september 2025 13:52 Málmstangirnar hafa verið einhvern vegin svona nema svartar. Getty 35 ára pólskur karlmaður, Wojciech Pawelczyk, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir innflutning á 5,2 lítrum af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var falið í barnakoju, þó að maðurinn væri barnlaus. Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní. Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira
Tollverðir skoðuðu sendinguna föstudaginn 30. maí eftir að röntgenmynd sýndi óeðlilegt innihald í tveimur pökkum sem skráðir voru sem svört málmkoja. Í hvorum pakka fundust tuttugu málmstangir með slöngum fullum af vökva sem reyndist amfetamínbasi. Lögregla fjarlægði efnin, setti gerviefni í staðinn og útbjó pakkann með eftirfararbúnaði. Viðtakandi sendingarinnar í Reykjavík mætti á póstafgreiðslu í Hafnarfirði ásamt Pawelczyk, en ekki tókst að afhenda pakkann. Þremur dögum síðar var hann þó borinn út, og viðtakandinn, sem lögregla hleraði, hringdi strax í Pawelczyk. Hann spurði hvers vegna Pawelczyk hefði pantað barnakoju án þess að eiga barn, en Pawelczyk svaraði ekki því heldur sagðist sækja pakkann eftir vinnu, sem hann gerði. Hann var handtekinn sama kvöld á heimili sínu. Í yfirheyrslum var Pawelczyk margsaga og dómari taldi hann ótrúverðugan. Hann hafði sótt pakkann tafarlaust, rifið farmseðlana og hent þeim í ruslið. Dómurinn taldi sannað að hann hefði sjálfur staðið að innflutningnum, skráð nafn kunningja sem viðtakanda og vitað af efnunum. Gögn frá Póllandi sýndu að tveir menn á BMW hefðu komið sendingunni á pósthús þar í landi, og að bíllinn væri skráður á mann með tengsl við fíkniefnamál. Samkvæmt dómi hefði mátt framleiða 24,2 kíló af amfetamíni með tíu prósenta styrkleika úr efnunum. Pawelczyk gagnrýndi að lögregla hefði ekki reynt að rekja málið lengra upp keðjuna, en dómurinn sagði ljóst að hann ætti samverkamenn í Póllandi. Engar vísbendingar hefðu þó komið fram um að hann ætlaði að afhenda efnin áfram hér á landi. Pawelczyk var dæmdur í fimm ára fangelsi, að frádregnu gæsluvarðhaldi frá júní.
Fíkniefnabrot Lögreglumál Dómsmál Pólland Smygl Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Fleiri fréttir Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Sjá meira