„Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. september 2025 07:30 Mæðgurnar Rannveig Marta og Svava mynda Dúó Freyju og hafa þær einsett sér að spila ný íslensk tónverk. Vísir/Anton Brink Fiðluleikarinn Rannveig Marta Sarc og víóluleikarinn Svava Bernharðsdóttir mynda Dúó Freyju en eru auk þess mæðgur. Fyrir þremur árum fögnuðu þær sextugsafmæli Svövu með plötu með sex nýjum tónverkum eftir konur. Á morgun eru útgáfutónleikar fyrir aðra plötu þeirra sem inniheldur þrjú ný tónverk eftir karla. Mæðgurnar lærðu báðar í Juilliard í New York og hafa spilað víða um heim. Svava er í dag fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við bæði Listaháskólann og Tónlistarskóla Kópavogs. Rannveig var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistaverðlaunum 2022 og hefur síðustu ár búið og starfað í Chicago, New York, Minnesota og nú Cincinnati í Ohio. Mæðgurnar tóku sér hlé í vikunni frá æfingum, annars vegar fyrir tónleika Sinfóníunnar og hins vegar fyrir útgáfutónleikana, til að ræða við blaðamann sem kíkti til þeirra á Kársnesið þar sem Svava býr í dag og Rannveig ólst upp. Farið var um víðan völl, alla leið til Ljubljana tíunda áratugarins og aftur í Kópvog nútímans. Rannveig með fiðlu í ungbarnastærð. Hvernig er að alast upp sem barn hljóðfæraleikara og hvernig er að ala upp hljóðfæraleikara? „Báðir foreldrar mínir eru hljóðfæraleikarar, móðurbróðir minn er hljóðfæraleikari og allir samstsarfsmenn foreldra minna voru hljóðfæraleikarar. Þannig ég vissi ekki annað en að allir spiluðu á hljóðfæri,“ segir Rannveig. „Þegar ég var lítil man ég að ég fór í leikskólann og spurði hin börnin: ,Og hvað spilar þú á?' Mér fannst það voðalega skrítið að það spiluðu ekki allir á hljóðfæri.“ „Þú komst með í tónleikaferðir, allir í sveitinni þekktu þig út og inn. Sinfónían var þorpið þitt,“ bætir Svava við og á þá við Slóvensku fílharmóníuna í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Faðir Rannveigar, Matej Sarc, er slóvenskur óbóleikari og fyrstu ellefu ár Rannveigar bjuggu þau í Ljubljana þar sem foreldrar hennar spiluðu bæði í sveitinni. Mægðurnar fluttu árið 2006 á Kársnesið þar sem Rannveig hélt fiðlunáminu áfram undir leiðsögn Lilju Hjaltadóttur. Rannveig hóf formlegt fiðlunám fjögurra ára gömul en byrjaði að spreyta sig með bogann aðeins fyrr. „Mér fannst það bara sjálfsagt að hún myndi læra á hljóðfæri sem hluta af venjulega námi,“ segir Svava en hana grunaði þó alltaf að Rannveig myndi fá leið á tónlistinni þegar hún færðist nær gelgjunni. En það gerðist aldrei. „Ég var löngu búinn að ákveða að ég ætlaði að verða fiðluleikari. Ég streittist svolítið á móti þegar ég var lítil en eftir því sem ég varð eldri, spilaði meira krefjandi lög og fór að komast í keppnir þá fór þetta að verða skemmtilegra,“ segir Rannveig. Svava uppgötvaði líka snemma mikilvægt atriði. „Ég gat ekki verið kennarinn. Ég gat verið tímavörður en ef ég reyndi að segja: ,Áttu ekki að gera svona?' fékk ég þvert nei,“ segir hún. Í staðinn tók Svava að sér önnur verkefni. Sinnti lengi vel hlutverki bílstjóra og skutlaði Rannveigu á æfingar, fyrstu árin fóru þær reyndar hjólandi meðan fiðla Rannveigar var enn nógu nett. Undirmeðvitundin mögulega haft áhrif Eins og áður segir lærðu mæðgurnar báðar við Juilliard í New York sem þykir einn virtasti tónlistarháskóli heims. Það lá þó ekkert beint við að Rannveig færi endilega í Juilliard frekar en annan skóla. „Hún sótti um sex tónlistarskóla í Bandaríkjunum og komst inn í þá alla,“ segir Svava. Rannveig fór í kjölfarið út til Bandaríkjanna og skoðaði skólana sex. Juilliard reyndist besti kosturinn bæði hvað varðar praktík og kennslu. Munurinn á fiðlu og víólu er ekki öllum ljós en hann er samt töluverður.Vísir/Anton Brink „Ég fékk fullan styrk og mér leist best á hann. Svo getur verið að í undirmeðvitundinni hafi það haft áhrif hvað mamma talaði alltaf vel um skólann,“ segir Rannveig. Rannveig útskrifaðist úr Juilliard 2020 og setti Covid-faraldurinn mark sitt á síðasta árið. Áður en faraldurinn hófst hélt Rannveig útskriftarveislu þar sem hún bauð vinum sínum úti, fjölskyldu sinni og gömlum vinum Svövu úr skólanum. „Við vorum þarna eins og sardínur í dós í íbúð Rannveigar í lok febrúar,“ segir Svava um veisluna. Skömmu síðar skullu strangar samkomutakmarkanir á og sjálf útskriftarathöfnin fór fram á Zoom í maílok. Rannveig Marta lék einleik á tónleikum Sinfóníunnar 2021. Að hvaða leyti eruð þið líkar sem tónlistarmenn og að hvaða leyti eruð þið ólíkar? „Það fylgir steríótýpum hljóðfærisins, fiðluleikararnir vilja fara hratt meðan víóluleikararnir eru rólegri. Ég vil spila hlutina hraðar og mér finnst þú stundum spila of hægt,“ segir Rannveig við móður sína. „Kannski er það líka aldursmunurinn,“ bætir Svava við. Þrátt fyrir að vera atvinnuhljóðfæraleikarar hætta þær ekki að vera móðir og dóttir þegar þær æfa saman. Það hafi kosti og galla, maður sé öruggari en víðast hvar annars staðar en um leið er mun auðveldara að takast á um hluti. „Það er aðeins styttri þráðurinn í manni en maður veit líka að umhverfið er öruggt. Ef maður segir eitthvað í pirringi þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt,“ segir Rannveig. Þær haldi þó aga á æfingum enda dagskrá beggja þétt, hjá Svövu í kennslunni og Sinfóníunni og hjá Rannveigu í ýmsum verkefnum hérlendis og erlendis. „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið,“ segir Svava. Fyrst sex konur, svo þrír karlar og ein kona í pylsuendann Dúó Freyja fæddist fyrir þremur árum síðan þegar Svava ákvað að fagna stórafmæli á óvenjulegan máta. „Þegar ég var sextug pantaði ég sex verk eftir sex íslenskar konur, eitt fyrir hvern áratug,“ segir Svava um upphafið að Dúó Freyju. Dúettana sex frumfluttu mæðgurnar í Hannesarholti á Myrkum músíkdögum það árið. Nafnið Dúó Freyja kom til Svövu þegar hún var að fylla út umsóknir í tónlistarsjóði: „Mamma ólst upp á Freyjugötu og pabbi byggði Freyjugötu 17 þannig Freyja varð fyrir valinu.“ Verkefnin héldu síðan áfram, þær komu fram í Hólakirkju á Hólum í Hjaltadal, spiluðu á sumartónleikum í Skálholti og hafa bæði spilað í Salnum og Norðurljósasal Hörpu. Þá voru þær tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022 sem flytjendur ársins. Mæðgurnar spiluðu a Hólum sumarið 2021. „Svo kemur að því að ég er að verða þrítug,“ segir Rannveig. Ljóst var að þær þyrftu að fagna því stórafmæli á sambærilegan máta. „Fyrst við höfðum pantað sex verk eftir konur ákvaðum við núna að panta þrjú verk eftir karla, þá Finn Karlsson, Huga Guðmundsson og Hauk Tómasson, aftur eitt fyrir hvern áratug,“ segir Svava. „Við hljóðrituðum þau og áttum verk eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg sem við höfðum frumflutt í Skálholti 2021 þannig það var bónusinn, rúsínan í pylsuendann,“ bætir hún við. En munið þið eftir fyrsta skiptinu sem þið spiluðuð saman? „Ömmubróðir minn, Þorkell Sigurbjörnsson, samdi tríó fyrir okkur og pabba þegar ég var lítil. Ég hef verið svona fimm ára og það er örugglega ekki til annað tríó fyrir litla fiðlu, víólu og óbó,“ segir Rannveig. Verkið hét meira að segja „Rannveig Marta“ í höfuðið á yngsta hljóðfæraleikaranum. „Og við kölluðum okkur ljúflinga af því við bjuggum í Ljubljana,“ bætir Svava við. Krefst einbeitingar en getur líka verið gríðarlega nærandi Þegar rætt er um klassíska tónlist er ómögulegt að sleppa því að ræða stöðu hennar og hvernig hún hefur átt undir högg að sækja í dágóðan tíma. „Maður veit það alveg og maður skilur alveg af hverju. Popptónlist er einfaldari, hún er aðgengilegri og það er auðveldara að nota hana til að byggja upp stemmingu. Klassísk tónlist getur verið svo rosalega flókin,“ segir Rannveig. Sjálf viðurkennir Rannveig að hún þurfi oft að hlusta á sum verk nokkrum sinnum til að læra að kunna að meta þau. Muninn á klasssískri tónlist og popptónlist megi bera saman við bókmenntir. Rannveig er gift Brian Hong, víóluprófessor við CCM í Cincinnati, en þau kynntust í Juilliard. „Klassískar tónmenntir eru dálítið eins og að lesa bók eftir Halldór Laxness eða Dostojevskíj. Krefst mikillar einbeitingar, getur verið þungt en er líka gífurlega nærandi ef maður gefur sig allan fram við það. Popptónlist er eins og rómantísk skáldsaga eða reyfari,“ segir Rannveig. „Það er ekki þar með sagt að það sé verra, þetta er bara ólíkt,“ bætir hún við. Við það bætist að í nútímanum er athygli fólks ekki eins góð og hún var áður og úrval afþreyingarefnis mun meira. Verkefni klassíska hljóðfæraleikarans sé að flytja verkin á sannfærandi máta og reyna að fá fólkið með sér. Svava segir að aðgengi skipti líka miklu máli. Þegar tónlistarhúsið Harpa var opnað 2011 bauðst fólki að kaupa árskort í sinfónían á miklu afsláttarverði. Rannveig ólst fyrstu ellefu ár sín upp í Ljubljana í Slóveníu en svo fluttu þær mæðgur á Kársnesið.Vísir/Anton Brink „Fólk var forvitið og keypti sér áskrift, hitti síðan alls konar annað fólk á tónleikum og þá kannski opnaðist þessi heimur fyrir þeim,“ segir Svava. Margir af þeim sem fengu sér áskrift hafi endað sem fastagestir á Sinfóníunni. Hvað viljið þið að fólk taki út úr tónleikum hjá ykkur eða við hlustun á plötunni? „Að íslensk tónlist sé fjölbreytt og við eigum fullt af dásamlegum tónskáldum,“ segir Svava. „Fiðla og víóla eru yndisleg hljóðfæri sem blandast vel saman. Það er hægt að spila eldgamla tónlist á þau rétt eins og ný íslensk verk,“ bætir Rannveig við. Aðspurðar út í næstu skref þá segja mæðgurnar að hin hefðbundna rútína taki við. Svava snýr sér aftur að kennslu og Sinfóníunni en Rannveig fer aftur til Bandaríkjanna. Fyrst er hún þó að fara að spila í Shanghæ, Peking og Tókýó á vegum Háskóla Íslands og sendiráðanna þar. Útgáfutónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi klukkan 13:30 á morgun en hægt er að kaupa miða á Tix. Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Slóvenía Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. 15. september 2022 20:41 „Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. 8. apríl 2021 17:49 Skólarnir slógust um Rannveigu Rannveig Marta Sarc er 18 ára fiðluleikari en hún komst inn í sex mismunandi tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og valdi Juilliard. 28. apríl 2014 12:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Mæðgurnar lærðu báðar í Juilliard í New York og hafa spilað víða um heim. Svava er í dag fastráðin hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands og kennir við bæði Listaháskólann og Tónlistarskóla Kópavogs. Rannveig var valin Bjartasta vonin á Íslensku tónlistaverðlaunum 2022 og hefur síðustu ár búið og starfað í Chicago, New York, Minnesota og nú Cincinnati í Ohio. Mæðgurnar tóku sér hlé í vikunni frá æfingum, annars vegar fyrir tónleika Sinfóníunnar og hins vegar fyrir útgáfutónleikana, til að ræða við blaðamann sem kíkti til þeirra á Kársnesið þar sem Svava býr í dag og Rannveig ólst upp. Farið var um víðan völl, alla leið til Ljubljana tíunda áratugarins og aftur í Kópvog nútímans. Rannveig með fiðlu í ungbarnastærð. Hvernig er að alast upp sem barn hljóðfæraleikara og hvernig er að ala upp hljóðfæraleikara? „Báðir foreldrar mínir eru hljóðfæraleikarar, móðurbróðir minn er hljóðfæraleikari og allir samstsarfsmenn foreldra minna voru hljóðfæraleikarar. Þannig ég vissi ekki annað en að allir spiluðu á hljóðfæri,“ segir Rannveig. „Þegar ég var lítil man ég að ég fór í leikskólann og spurði hin börnin: ,Og hvað spilar þú á?' Mér fannst það voðalega skrítið að það spiluðu ekki allir á hljóðfæri.“ „Þú komst með í tónleikaferðir, allir í sveitinni þekktu þig út og inn. Sinfónían var þorpið þitt,“ bætir Svava við og á þá við Slóvensku fílharmóníuna í Ljubljana, höfuðborg Slóveníu. Faðir Rannveigar, Matej Sarc, er slóvenskur óbóleikari og fyrstu ellefu ár Rannveigar bjuggu þau í Ljubljana þar sem foreldrar hennar spiluðu bæði í sveitinni. Mægðurnar fluttu árið 2006 á Kársnesið þar sem Rannveig hélt fiðlunáminu áfram undir leiðsögn Lilju Hjaltadóttur. Rannveig hóf formlegt fiðlunám fjögurra ára gömul en byrjaði að spreyta sig með bogann aðeins fyrr. „Mér fannst það bara sjálfsagt að hún myndi læra á hljóðfæri sem hluta af venjulega námi,“ segir Svava en hana grunaði þó alltaf að Rannveig myndi fá leið á tónlistinni þegar hún færðist nær gelgjunni. En það gerðist aldrei. „Ég var löngu búinn að ákveða að ég ætlaði að verða fiðluleikari. Ég streittist svolítið á móti þegar ég var lítil en eftir því sem ég varð eldri, spilaði meira krefjandi lög og fór að komast í keppnir þá fór þetta að verða skemmtilegra,“ segir Rannveig. Svava uppgötvaði líka snemma mikilvægt atriði. „Ég gat ekki verið kennarinn. Ég gat verið tímavörður en ef ég reyndi að segja: ,Áttu ekki að gera svona?' fékk ég þvert nei,“ segir hún. Í staðinn tók Svava að sér önnur verkefni. Sinnti lengi vel hlutverki bílstjóra og skutlaði Rannveigu á æfingar, fyrstu árin fóru þær reyndar hjólandi meðan fiðla Rannveigar var enn nógu nett. Undirmeðvitundin mögulega haft áhrif Eins og áður segir lærðu mæðgurnar báðar við Juilliard í New York sem þykir einn virtasti tónlistarháskóli heims. Það lá þó ekkert beint við að Rannveig færi endilega í Juilliard frekar en annan skóla. „Hún sótti um sex tónlistarskóla í Bandaríkjunum og komst inn í þá alla,“ segir Svava. Rannveig fór í kjölfarið út til Bandaríkjanna og skoðaði skólana sex. Juilliard reyndist besti kosturinn bæði hvað varðar praktík og kennslu. Munurinn á fiðlu og víólu er ekki öllum ljós en hann er samt töluverður.Vísir/Anton Brink „Ég fékk fullan styrk og mér leist best á hann. Svo getur verið að í undirmeðvitundinni hafi það haft áhrif hvað mamma talaði alltaf vel um skólann,“ segir Rannveig. Rannveig útskrifaðist úr Juilliard 2020 og setti Covid-faraldurinn mark sitt á síðasta árið. Áður en faraldurinn hófst hélt Rannveig útskriftarveislu þar sem hún bauð vinum sínum úti, fjölskyldu sinni og gömlum vinum Svövu úr skólanum. „Við vorum þarna eins og sardínur í dós í íbúð Rannveigar í lok febrúar,“ segir Svava um veisluna. Skömmu síðar skullu strangar samkomutakmarkanir á og sjálf útskriftarathöfnin fór fram á Zoom í maílok. Rannveig Marta lék einleik á tónleikum Sinfóníunnar 2021. Að hvaða leyti eruð þið líkar sem tónlistarmenn og að hvaða leyti eruð þið ólíkar? „Það fylgir steríótýpum hljóðfærisins, fiðluleikararnir vilja fara hratt meðan víóluleikararnir eru rólegri. Ég vil spila hlutina hraðar og mér finnst þú stundum spila of hægt,“ segir Rannveig við móður sína. „Kannski er það líka aldursmunurinn,“ bætir Svava við. Þrátt fyrir að vera atvinnuhljóðfæraleikarar hætta þær ekki að vera móðir og dóttir þegar þær æfa saman. Það hafi kosti og galla, maður sé öruggari en víðast hvar annars staðar en um leið er mun auðveldara að takast á um hluti. „Það er aðeins styttri þráðurinn í manni en maður veit líka að umhverfið er öruggt. Ef maður segir eitthvað í pirringi þá fer það inn um annað eyrað og út um hitt,“ segir Rannveig. Þær haldi þó aga á æfingum enda dagskrá beggja þétt, hjá Svövu í kennslunni og Sinfóníunni og hjá Rannveigu í ýmsum verkefnum hérlendis og erlendis. „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið,“ segir Svava. Fyrst sex konur, svo þrír karlar og ein kona í pylsuendann Dúó Freyja fæddist fyrir þremur árum síðan þegar Svava ákvað að fagna stórafmæli á óvenjulegan máta. „Þegar ég var sextug pantaði ég sex verk eftir sex íslenskar konur, eitt fyrir hvern áratug,“ segir Svava um upphafið að Dúó Freyju. Dúettana sex frumfluttu mæðgurnar í Hannesarholti á Myrkum músíkdögum það árið. Nafnið Dúó Freyja kom til Svövu þegar hún var að fylla út umsóknir í tónlistarsjóði: „Mamma ólst upp á Freyjugötu og pabbi byggði Freyjugötu 17 þannig Freyja varð fyrir valinu.“ Verkefnin héldu síðan áfram, þær komu fram í Hólakirkju á Hólum í Hjaltadal, spiluðu á sumartónleikum í Skálholti og hafa bæði spilað í Salnum og Norðurljósasal Hörpu. Þá voru þær tilnefndar til Íslensku tónlistarverðlaunanna árið 2022 sem flytjendur ársins. Mæðgurnar spiluðu a Hólum sumarið 2021. „Svo kemur að því að ég er að verða þrítug,“ segir Rannveig. Ljóst var að þær þyrftu að fagna því stórafmæli á sambærilegan máta. „Fyrst við höfðum pantað sex verk eftir konur ákvaðum við núna að panta þrjú verk eftir karla, þá Finn Karlsson, Huga Guðmundsson og Hauk Tómasson, aftur eitt fyrir hvern áratug,“ segir Svava. „Við hljóðrituðum þau og áttum verk eftir Eygló Höskuldsdóttur Viborg sem við höfðum frumflutt í Skálholti 2021 þannig það var bónusinn, rúsínan í pylsuendann,“ bætir hún við. En munið þið eftir fyrsta skiptinu sem þið spiluðuð saman? „Ömmubróðir minn, Þorkell Sigurbjörnsson, samdi tríó fyrir okkur og pabba þegar ég var lítil. Ég hef verið svona fimm ára og það er örugglega ekki til annað tríó fyrir litla fiðlu, víólu og óbó,“ segir Rannveig. Verkið hét meira að segja „Rannveig Marta“ í höfuðið á yngsta hljóðfæraleikaranum. „Og við kölluðum okkur ljúflinga af því við bjuggum í Ljubljana,“ bætir Svava við. Krefst einbeitingar en getur líka verið gríðarlega nærandi Þegar rætt er um klassíska tónlist er ómögulegt að sleppa því að ræða stöðu hennar og hvernig hún hefur átt undir högg að sækja í dágóðan tíma. „Maður veit það alveg og maður skilur alveg af hverju. Popptónlist er einfaldari, hún er aðgengilegri og það er auðveldara að nota hana til að byggja upp stemmingu. Klassísk tónlist getur verið svo rosalega flókin,“ segir Rannveig. Sjálf viðurkennir Rannveig að hún þurfi oft að hlusta á sum verk nokkrum sinnum til að læra að kunna að meta þau. Muninn á klasssískri tónlist og popptónlist megi bera saman við bókmenntir. Rannveig er gift Brian Hong, víóluprófessor við CCM í Cincinnati, en þau kynntust í Juilliard. „Klassískar tónmenntir eru dálítið eins og að lesa bók eftir Halldór Laxness eða Dostojevskíj. Krefst mikillar einbeitingar, getur verið þungt en er líka gífurlega nærandi ef maður gefur sig allan fram við það. Popptónlist er eins og rómantísk skáldsaga eða reyfari,“ segir Rannveig. „Það er ekki þar með sagt að það sé verra, þetta er bara ólíkt,“ bætir hún við. Við það bætist að í nútímanum er athygli fólks ekki eins góð og hún var áður og úrval afþreyingarefnis mun meira. Verkefni klassíska hljóðfæraleikarans sé að flytja verkin á sannfærandi máta og reyna að fá fólkið með sér. Svava segir að aðgengi skipti líka miklu máli. Þegar tónlistarhúsið Harpa var opnað 2011 bauðst fólki að kaupa árskort í sinfónían á miklu afsláttarverði. Rannveig ólst fyrstu ellefu ár sín upp í Ljubljana í Slóveníu en svo fluttu þær mæðgur á Kársnesið.Vísir/Anton Brink „Fólk var forvitið og keypti sér áskrift, hitti síðan alls konar annað fólk á tónleikum og þá kannski opnaðist þessi heimur fyrir þeim,“ segir Svava. Margir af þeim sem fengu sér áskrift hafi endað sem fastagestir á Sinfóníunni. Hvað viljið þið að fólk taki út úr tónleikum hjá ykkur eða við hlustun á plötunni? „Að íslensk tónlist sé fjölbreytt og við eigum fullt af dásamlegum tónskáldum,“ segir Svava. „Fiðla og víóla eru yndisleg hljóðfæri sem blandast vel saman. Það er hægt að spila eldgamla tónlist á þau rétt eins og ný íslensk verk,“ bætir Rannveig við. Aðspurðar út í næstu skref þá segja mæðgurnar að hin hefðbundna rútína taki við. Svava snýr sér aftur að kennslu og Sinfóníunni en Rannveig fer aftur til Bandaríkjanna. Fyrst er hún þó að fara að spila í Shanghæ, Peking og Tókýó á vegum Háskóla Íslands og sendiráðanna þar. Útgáfutónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi klukkan 13:30 á morgun en hægt er að kaupa miða á Tix.
Tónlist Sinfóníuhljómsveit Íslands Slóvenía Tónleikar á Íslandi Tengdar fréttir Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. 15. september 2022 20:41 „Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. 8. apríl 2021 17:49 Skólarnir slógust um Rannveigu Rannveig Marta Sarc er 18 ára fiðluleikari en hún komst inn í sex mismunandi tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og valdi Juilliard. 28. apríl 2014 12:00 Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Sjá meira
Eplið fellur ekki langt frá eikinni hjá Sinfóníuhljómsveitinni Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld munu fimm pör foreldra og barna spila saman ásamt fleirum. Svava Bernharðsdóttir víóluleikari segir Sinfóníuhljómsveitina vera stóra fjölskyldu. 15. september 2022 20:41
„Það er ekki hægt að íslensk móðir sýni dóttur sinni ekki eldgos“ Stríður straumur fólks hefur verið að gosstöðvunum í Geldingadölum í dag og eru margir að berja eldgos augum í fyrsta sinn á æfinni. Veðrið í dag hefur líklega ekki skemmt fyrir enda sólríkt þó kuldinn sé mikill og rok á svæðinu. 8. apríl 2021 17:49
Skólarnir slógust um Rannveigu Rannveig Marta Sarc er 18 ára fiðluleikari en hún komst inn í sex mismunandi tónlistarháskóla í Bandaríkjunum og valdi Juilliard. 28. apríl 2014 12:00