Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. september 2025 06:26 Trump sagði í gær að Selenskí væri „hugrakkur maður“. Spurður að því hvort hann treysti enn Vladimir Pútín, sagði hann það myndu koma í ljós innan mánaðar en Trump hefur ítrekað lengt í gálgafresti Rússa. Getty/Win McNamee Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Rússa í afar erfiðri stöðu efnahagslega. Áralangt stríð hafi ekki skilað þeim neinu og aðeins afhjúpað hernaðarlega veikleika þeirra. Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar. Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Trump fór mikinn um málið á samfélagsmiðli sínum Truth Social í gær, eftir fund sinn með Vólódimír Selenskí Úkraínuforseta í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna. Í færslu sinni sagði forsetinn meðal annars að eftir að hafa kynnt sér ítarlega hernaðarlega og efnahagslega stöðu Rússlands hefði hann komist að þeirri niðurstöðu að Úkraína gæti, með stuðningi Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins, unnið aftur allt það land sem Rússar hefðu hernumið. Forsetinn sagði Rússa nú hafa staðið í stríði í þrjú og hálft ár, sem hefði átt að taka þá viku að vinna. Átökin hefðu afhjúpað Rússland sem „pappírs tígur“. Öllum útgjöldum væri varið í að fjármagna stríðsreksturinn og þá stæðu íbúar landsins í röðum til að kaupa eldsneyti. Trump sagði Úkraínumenn hafa sýnt mikinn baráttuanda. Hann ítrekaði að Rússland og Pútín ættu í verulegum efnahagslegum erfiðleikum og það væri kominn tími fyrir Úkraínumenn að grípa til aðgerða. Bandaríkin myndu halda áfram að sjá Nató fyrir vopnum og það væri undir Nató komið hvernig þau væru nýtt. Forsetinn hafði fyrr um daginn gert því skóna að Bandaríkin væru reiðubúinn til að herða efnahagslegar þvinganir gegn Rússum, svo lengi sem Evrópuríkin hættu að kaupa olíu af þeim. Hann virðist þó fara fram og til baka í afstöðu sinni gagnvart átökunum en Úkraínumenn hafa ítrekað óskað eftir frekari stuðningi til að „grípa til aðgerða“, án þess að fá afgerandi svar frá bandamönnum. Þá var það til marks um hringlandahátt Bandaríkjaforseta að hann lauk færslu sinni á Truth Social með því að óska báðum deiluaðilum velfarnaðar.
Bandaríkin Donald Trump Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira