Enski boltinn

Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jaden og Reigan Heskey eru ólíkir föður sínum á vellinum.
Jaden og Reigan Heskey eru ólíkir föður sínum á vellinum.

Jaden og Reigan Heskey, synir goðsagnarinnar Emile Heskey, spiluðu báðir sinn fyrsta leik fyrir Manchester City í kvöld þegar liðið lagði Huddersfield að velli í enska deildabikarnum.

Þetta var ekki aðeins þeirra fyrsti leikur fyrir aðallið heldur líka í fyrsta sinn sem þeir eru valdir í leikmannahópinn.

Eldri bróðirinn Jaden er nítján ára gamall og kom inn af varamannabekknum á 76. mínútu, rétt eftir að Savinho hafði skorað seinna mark City í 2-0 sigrinum.

Yngri bróðirinn Reigan er sautján ára og leysti markaskorarann Savinho af hólmi þegar hann kom inn á á 83. mínútu leiksins.

Hvorugur er þó hreinræktaður framherji, eins og faðir þeirra Emile var á sínum tíma. 

Jaden er miðjumaður sem getur hlaupið teiganna á milli og Reigan er sprækur kantmaður.

Jaden hefur verið hjá Manchester City síðan hann var níu ára gamall en yngri bróðirinn Reigan gekk til liðs við félagið fyrir tveimur árum síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×