Viðskiptavinurinn alltaf í fókus BAUHAUS 25. september 2025 12:21 Einar Jóhannes Ingason, yfirmaður fyrirtækjasviðs BAUHAUS segir tilkomu BAUHAUS hafa hrist verulega upp í íslenska markaðnum. Anton Brink BAUHAUS opnaði með hvelli árið 2012. Viðtökurnar voru gríðarlegar og aðsóknin miklu meiri en búist var við. Neytendur voru þyrstir í meira úrval af vörum og betri verð, og nú hefur BAUHAUS fest sig rækilega í sessi sem ein af stærstu og fjölbreyttustu verslunum landsins. Fljótlega eftir opnun hófst uppbygging fyrirtækjasviðs BAUHAUS sem þjónustar í dag stóran hóp ánægðra viðskiptavina. „Á fyrirtækjasviðinu aðstoðum við okkar yndislegu viðskiptavini með kaup á vörum úr okkar risastóra vöruúrvali,“ segir Einar Jóhannes Ingason, yfirmaður sviðsins. „Það var mikill spenningur fyrir því að BAUHAUS kæmi inn á markaðinn og ljóst að fyrirtækjaþjónustan yrði stór hluti af starfseminni. Við sáum strax hvernig verð á byggingavörum á markaðnum breyttist og samkeppnin jókst. Þessum gífurlegu viðtökum fylgdu óneitanlega „vaxtarverkir“ hjá okkur sem urðu þó fljótt að styrkleika og í dag skilar fyrirtækjaþjónustan verulegri hlutdeild í veltu BAUHAUS. Þau fyrirtæki sem eru hjá okkur eru virkilega ánægð enda viljum við þjónusta vel og erum með frábæra vöru á hagstæðu verði,“ segir Einar. Hann telur að tilkoma BAUHAUS hafi verið heilbrigð og þörf fyrir markaðinn. „Við erum gríðarlega ánægð með að geta stuðlað að virkri samkeppni. Það er gaman að hrista upp í hlutunum og skilar það sér alltaf til neytenda.“ Á fyrirtækjasviðinu starfar reynslumikill hópur sölumanna. "Við erum ágætir og viljum vel og erum alltaf tilbúnir að setja saman afsláttarkjör og sérkjör fyrir skráða aðila."Anton Brink Fjölbreytt þjónusta fyrir hverskonar rekstur Á fyrirtækjasviðinu starfar reynslumikill hópur sölumanna sem aðstoðar rekstraraðila af öllum stærðum og gerðum. „Hjá okkur eru mikið af aðilum úr byggingargeiranum og þykir þeim gott að koma til okkar á nýlegu söluskrifstofuna okkar þar sem við sinnum tilboðsgerð. Einnig erum við að þjónusta mikið af almennum fyrirtækjum, t.a.m. heildsölur og iðnfyrirtæki sem eru meðal annars að sækja í breitt vöruúrval af rekstrarvörum sem og geymslulausnir. Einnig finnst okkur gaman að þjónusta ferðaþjónustuna sem er alltaf að gera svo skemmtileg verkefni fyrir stækkandi starfsemi. Fjölbreytnin er gríðarlega mikil og ég hvet stór og smá fyrirtæki í hverskonar rekstri til að hafa samband við okkur, við erum ágætir og viljum vel og erum alltaf tilbúnir að setja saman afsláttarkjör og sérkjör fyrir skráða aðila. Það er um að gera að senda okkur fyrirspurnir á sala@bauhaus.is. Eitt mesta vöruúrval landsins „Vöruhúsið okkar er glæsilegt, hver hefur ekki komið? Það þekur 22.000 fermetra og er fullt af allskonar vörum en hjá okkur er að finna eitt stærsta vöruúrval landsins. Síðan erum við afar stolt af rakastýrðu timbursölunni okkar sem tryggir gæði. Þar er aðgengi fyrir bíla mjög gott og auðvelt að hlaða og athafna sig. Opnunartíminn er einnig einn sá besti á markaðnum. Við erum til staðar þegar viðskiptavinir þurfa á okkur að halda, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki.“ Vefverslun og aukið aðgengi „Vefverslun BAUHAUS hefur einnig breytt miklu fyrir okkur. Þar má finna yfir 25 þúsund vörur sem og hægt að sjá birgðastöðu í rauntíma og staðsetningu á vörunni í verslun okkar. Þetta gerir viðskiptavinum auðveldara að sjá hvað er til á lager og skipuleggja innkaupin sín,“ segir Einar. Afslættir eru í boði Við veitum skráðum aðilum góð afsláttarkjör ofan á það góða vöruverð sem við bjóðum upp á,“ segir Einar og bendir á það sem greini afsláttakerfi Bauhaus frá öðrum, að hinn svokallaði fasti afsláttur, leggst ofan á önnur tilboð og engar vörur eru undanskildar. Þetta getur reynst fyrirtækjum sérstaklega hagstætt. Nú er í gangi skemmtilegur leikur á heimasíðu BAUHAUS. Fyrirtæki geta unnið matarvagn frá Silla kokki að verðmæti 400.000 kr. Til að komast í pottinn er hægt að skrá sitt fyrirtæki hér. „Síðan sjáumst við upp í BAUHAUS,” segir Einar. Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira
Fljótlega eftir opnun hófst uppbygging fyrirtækjasviðs BAUHAUS sem þjónustar í dag stóran hóp ánægðra viðskiptavina. „Á fyrirtækjasviðinu aðstoðum við okkar yndislegu viðskiptavini með kaup á vörum úr okkar risastóra vöruúrvali,“ segir Einar Jóhannes Ingason, yfirmaður sviðsins. „Það var mikill spenningur fyrir því að BAUHAUS kæmi inn á markaðinn og ljóst að fyrirtækjaþjónustan yrði stór hluti af starfseminni. Við sáum strax hvernig verð á byggingavörum á markaðnum breyttist og samkeppnin jókst. Þessum gífurlegu viðtökum fylgdu óneitanlega „vaxtarverkir“ hjá okkur sem urðu þó fljótt að styrkleika og í dag skilar fyrirtækjaþjónustan verulegri hlutdeild í veltu BAUHAUS. Þau fyrirtæki sem eru hjá okkur eru virkilega ánægð enda viljum við þjónusta vel og erum með frábæra vöru á hagstæðu verði,“ segir Einar. Hann telur að tilkoma BAUHAUS hafi verið heilbrigð og þörf fyrir markaðinn. „Við erum gríðarlega ánægð með að geta stuðlað að virkri samkeppni. Það er gaman að hrista upp í hlutunum og skilar það sér alltaf til neytenda.“ Á fyrirtækjasviðinu starfar reynslumikill hópur sölumanna. "Við erum ágætir og viljum vel og erum alltaf tilbúnir að setja saman afsláttarkjör og sérkjör fyrir skráða aðila."Anton Brink Fjölbreytt þjónusta fyrir hverskonar rekstur Á fyrirtækjasviðinu starfar reynslumikill hópur sölumanna sem aðstoðar rekstraraðila af öllum stærðum og gerðum. „Hjá okkur eru mikið af aðilum úr byggingargeiranum og þykir þeim gott að koma til okkar á nýlegu söluskrifstofuna okkar þar sem við sinnum tilboðsgerð. Einnig erum við að þjónusta mikið af almennum fyrirtækjum, t.a.m. heildsölur og iðnfyrirtæki sem eru meðal annars að sækja í breitt vöruúrval af rekstrarvörum sem og geymslulausnir. Einnig finnst okkur gaman að þjónusta ferðaþjónustuna sem er alltaf að gera svo skemmtileg verkefni fyrir stækkandi starfsemi. Fjölbreytnin er gríðarlega mikil og ég hvet stór og smá fyrirtæki í hverskonar rekstri til að hafa samband við okkur, við erum ágætir og viljum vel og erum alltaf tilbúnir að setja saman afsláttarkjör og sérkjör fyrir skráða aðila. Það er um að gera að senda okkur fyrirspurnir á sala@bauhaus.is. Eitt mesta vöruúrval landsins „Vöruhúsið okkar er glæsilegt, hver hefur ekki komið? Það þekur 22.000 fermetra og er fullt af allskonar vörum en hjá okkur er að finna eitt stærsta vöruúrval landsins. Síðan erum við afar stolt af rakastýrðu timbursölunni okkar sem tryggir gæði. Þar er aðgengi fyrir bíla mjög gott og auðvelt að hlaða og athafna sig. Opnunartíminn er einnig einn sá besti á markaðnum. Við erum til staðar þegar viðskiptavinir þurfa á okkur að halda, hvort sem það eru einstaklingar eða fyrirtæki.“ Vefverslun og aukið aðgengi „Vefverslun BAUHAUS hefur einnig breytt miklu fyrir okkur. Þar má finna yfir 25 þúsund vörur sem og hægt að sjá birgðastöðu í rauntíma og staðsetningu á vörunni í verslun okkar. Þetta gerir viðskiptavinum auðveldara að sjá hvað er til á lager og skipuleggja innkaupin sín,“ segir Einar. Afslættir eru í boði Við veitum skráðum aðilum góð afsláttarkjör ofan á það góða vöruverð sem við bjóðum upp á,“ segir Einar og bendir á það sem greini afsláttakerfi Bauhaus frá öðrum, að hinn svokallaði fasti afsláttur, leggst ofan á önnur tilboð og engar vörur eru undanskildar. Þetta getur reynst fyrirtækjum sérstaklega hagstætt. Nú er í gangi skemmtilegur leikur á heimasíðu BAUHAUS. Fyrirtæki geta unnið matarvagn frá Silla kokki að verðmæti 400.000 kr. Til að komast í pottinn er hægt að skrá sitt fyrirtæki hér. „Síðan sjáumst við upp í BAUHAUS,” segir Einar.
Byggingariðnaður Verslun Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Greiðsluáskorun BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Sjá meira