Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 25. september 2025 12:47 Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Reykjavík Vegagerð Umferðaröryggi Borgarstjórn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls hafa mikið verið í umræðunni og þær leiðu tafir sem framkvæmdir hafa leitt af sér. Ég hef mikinn skilning á því að þessar tafir séu búnar að vera pirrandi. Það sem hefur vantað í umræðuna er í raun tvennt. Að þarna er verið að snjallvæða umferðarljósastýringarnar með skynjarabúnaði til að auka skilvirkni gatnamótanna í kjölfarið og svo það að svæðið er enn í framkvæmdafasa og framkvæmdum er ekki enn að fullu lokið – af því hafa þessar tafir stafað. Umferðarljósin voru komin til ára sinna, svo það er full þörf á endurnýjun og í raun voru ekki lengur til varahlutir í gamla búnaðinn. Það er búið að tala mikið um þetta í fleiri ár að það þurfi fleiri snjallari umferðarstýringu og við erum að svara kallinu. Þvert á það sem flest halda þá eru það ekki breytingarnar heldur framkvæmdafasinn sem hefur valdið þessum töfum en framkvæmdum er ekki alveg lokið. Þó að sýnilegum framkvæmdum sé lokið er enn verið að stilla snjallljósin. Það hefur tekið lengri tíma en gert var ráð fyrir en um leið og því er lokið eiga aðstæður strax að batna og gatnamótin eiga að verða skilvirkari en áður í kjölfarið. Skynjararnir voru loksins teknir í gagnið í gær og aðstæður urðu betri, en enn er verið að fínstilla ljósin. Á sama tíma er verið að bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi, ekki síst börn sem fara þarna um. Þarna er að byggjast upp heilt hverfi, Ártúnshöfðinn, svo umferð gangandi er að stóraukast þarna og við þurfum að bregðast við því. Þarna hafa verið fjarlægð þarna tvö beygjuframhjáhlauð af þremur. Beygjuframhjáhlaup eru almennt ekki notuð í nútímalegri hönnun á samgöngumannvirkjum og því eru þau oft fjarlægð við uppfærslu. Framhjáhlaup eru einhverjir hættulegustu staðirnir í samgöngunetinu og við viljum helst hafa slíka staði sem allra fæsta. Þau eru bæði lífshættulegt fyrir gangandi og hjólandi því bílstjórar eru að horfa í aðra átt og fylgjast með öðrum bílum en ekki fylgjast með óvörðum vegfarendum, og svo er framhjáhlaup hættuleg fyrir bílstjórana því aftanákeyrslur eru þar algengar og það getur haft umfangsmikil heilsufarsleg áhrif til langrar framtíðar. Þessi gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls hafa verið mikið í umræðunni en einnig er verið að undirbúa að snjallvæða umferðarljósabúnað á gatnamótum Höfðabakka og Vesturlandsvegar, gatnamótum Höfðabakka og Dvergshöfða, gatnamótum Höfðabakka og Stórhöfða sem og Höfðabakka og Bíldshöfða. Og sem betur fer því við erum strax farin að sjá bilanir í eldri búnaði sem ekki er hægt að bregðast við nema með endurnýjun. Í kjölfarið er markmiðið að gatnamótin verði skilvirkari en um leið verði aðstæður öruggari fyrir óvarða vegfarendur, viðkvæmustu vegfarendurna í okkar samgöngukerfi. Það mun skipta miklu máli með fjölgun gangandi barna um svæðið nú þegar Ártúnshöfðinn er að rísa. Þetta eru því þarfar, mikilvægar og gagnlegar breytingar í þágu öryggis og velferðar borgarbúa. Framkvæmdir eru almennt pirrandi hvort sem við erum sammála markmiðunum eða ósammála. En framkvæmdir eru óumflýjanlegar ef við viljum nútímavæða innviði borgarinnar og skapa betra umhverfi og betri borg til framtíðar. Höfundur er formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkur.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar