Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 25. september 2025 16:15 Halla Tómasdóttir er forseti Íslands. Breytingar hafa orðið og eru í vændum á skrifstofu embættis forseta Íslands. Prófessor í bókmenntafræði hefur tekið til starfa og forsætisráðherra hyggst leyfa forseta að ráða sér aðstoðarmann. Þrautreyndur skrifstofustjóri fer brátt á eftirlaun skömmu eftir að sérfræðingur leitaði á önnur mið. Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar. Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira
Jón Karl Helgason, prófessor í bókmenntafræði, hefur tekið til starfa hjá forseta Íslands. Á heimasíðu embættisins er hann titlaður sérfræðingur. Heimildir fréttastofu herma að einungis sé um tímabundna ráðningu að ræða en hún var gerð án auglýsingar. Á heimasíðu Háskóla Íslands er Jón Karl titlaður sem prófessor og kennari fyrir nemendur sem stunda nám í íslensku sem annað tungumál. Jón Karl stundaði nám í bókmenntafræði og íslensku við Háskóla Íslands og lauk síðar doktorsprófi í samanburðarbókmenntum í Bandaríkjunum. Doktorsritgerð hans var rannsókn á sex ólíkum þýðingum og endurritunum á Njálu. Hann hefur starfað hjá Ríkisútvarpinu og verið afkastamikill þýðandi skáldverka. Árni Sigurjónsson, skrifstofustjóri skrifstofu forseta, verður sjötugur á árinu og verður hann því að láta af störfum samkvæmt lögum. Árni hefur gegnt starfi skrifstofustjóra frá árinu 2006 en hann er líkt og Jón Karl með doktorsgráðu í bókmenntafræði. Að óbreyttu verður embættið að auglýsa starf skrifstofustjóra. Í byrjun sumars tilkynnti Una Sighvatsdóttir, fyrrverandi sérfræðingur á skrifstofu forseta, að hún hefði ákveðið að róa á ný mið. Í samtali við Vísi sagði hún ástæðuna þá að hún hefði ekki fundið sér stað í breytingum sem fram undan væru á skrifstofunni. Þá er möguleiki er á að það bætist við starfsmannafjöldann á næsta ári. Á þingmálaskrá Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra er frumvarp sem gerir forseta kleift að ráða sérstakan aðstoðarmann forseta. Nái frumvarpið í gegnum þingið fær Halla Tómasdóttir að handvelja sinn eigin aðstoðarmann án þess að auglýsa stöðuna, með sama hætti og ráðherrar ráða sér aðstoðarmenn. Aðstoðarmaðurinn verður þó að láta af störfum þegar Halla hættir að gegna embættinu. Ekki náðist í Jón Karl Helgason við vinnslu fréttarinnar.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Halla Tómasdóttir Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Sjá meira