Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2025 12:55 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir þrjár leiðir í raun færar til að bregðast við aukinni veðmálastarfsemi hér á landi. vísir/samsett Þrátt fyrir að erlend veðmálastarfsemi sé ólögleg hér á landi eru Íslendingar ein mesta veðmálaþjóð Evrópu. Þetta kom fram í máli dómsmálaráðherra í sérstakri umræðu um starfsemina á Alþingi. Finna þurfi leið til þess að ná utan um málið og ein þeirra sé að leyfa starfsemina og setja regluverk um hana. Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“ Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Efnt var til sérstakrar umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í morgun að beiðni Sigurþóru Steinunnar Bergsdóttur, þingmanns Samfylkingar. Veðmálastarfsemi er bönnuð hér á landi án sérstakrar undanþágu, líkt og happdrættin til dæmis hafa. Samkvæmt rannsóknum hefur umfang hennar vaxið verulega á síðustu árum þrátt fyrir það. Sigurþóra vísaði til áberandi auglýsinga erlendra veðmálafyrirtækja, í trássi við lög. „Þau styrkja hlaðvörp um knattspyrnu og jafnvel stjórnmál, þau hafa komið að viðburðum líkt og útilegum menntaskólanema. Við sjáum tónlistarmenn, útvarpsmenn og áhrifavalda klæðast fatnaði merktum þessum fyrirtækjum, bæði í vinnu og frístundum. Þannig er ólögleg starfsemi orðin eðlileg í augum ungs fólks,“ sagði Sigurþóra. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, vísaði til rannsóknar sem sýnir að um og yfir þriðjungur átján ára karla hafi notað erlendar veðmálasíður. „Þá má gróft áætla að Íslendingar eyði um tíu til tólf milljörðum króna í fjárhættuspil á erlendum veðmálasíðum á hverju ári. Það er um helmingur af heildarumfangi happdrættismarkaðarins hér á landi. Íslendingar eru samkvæmt þessu, séu þessar tölur réttar, ein mesta veðmálaþjóð Evrópu þegar við skoðum upphæðir sem fara í veðmál miðað við höfðatölu. Og mér finnst líklegt að fjárhæðirnar hafi ekki lækkað undanfarin ár heldur þvert á móti hækkað.“ Sigurþóra Steinunn Bergsdóttir, þingkona Samfylkingar, óskaði eftir sérstakri umræðu um ólöglega veðmálastarfsemi á Alþingi í dag.vísir/EInar Þrjár leiðir séu í raun færar; að viðhalda banni líkt og nú, leyfa starfsemina eða fara millileið með takmörkunum. „Og það er kannski það sem nágrannar okkar hafa verið að gera með svokölluðu leyfiskerfi. Með slíku fyrirkomulagi þurfa veðmálafyrirtæki að sækja um leyfi til eftirlitsaðila til þess að stunda starfsemi sína og leyfið er þá bundið skilyrðum og eftirliti,“ sagði Þorbjörg. „Erlendis eru aðilar sem stunda veðmálastarfsemi gjarnan skattlagðir miðað við hreinar tekjur og jafnframt oft það fyrirkomulag að markaðsaðilar standi straum af fjármögnun við eftirlit og forvarnir. Og þetta er eitthvað til að hugsa um.“
Fjárhættuspil Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Viðreisn Samfylkingin Fjármál heimilisins Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira