„Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. september 2025 15:09 Magnús Hafliðason framkvæmdastjóri segir að rætt hafi verið við starfsfólk N1 sem átti hlut að máli, og skerpt á verklagi. Vísir/Vilhelm Þrjú ungmenni í skólaferð á vegum Menntaskólans við Hamrahlíð voru afgreidd um áfengi í söluskála N1 á Hvolsvelli í gær. Framkvæmdastjóri félagsins segist harma málið. Það stafi af fljótfærni starfsmanna sem hafi ekki beðið um skilríki. RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“ Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá, en í samtali við fréttastofu staðfestir Helga Jóhannsdóttir, settur rektor Menntaskólans við Hamrahlíð, að málið hafi komið. Verið sé að ræða við nemendurna sem eigi í hlut. Nemendur niður í 16 ára Garðar Már Garðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir lögreglu hafa fengið tilkynningu um að ungmenni hefðu keypt áfengi á sölustað áfengis á Hvolsvelli. Fram hefur komið að um er að ræða söluskála N1 á Hvolsvelli. Söluskáli N1 á Hvolsvelli.Vísir/Vilhelm „Þetta er til rannsóknar hjá okkur og sölustaðurinn hefur verið kærður fyrir brot á áfengislögum,“ segir Garðar. Hann segir að allir nemendur í ferðinni hafi verið beðnir um að blása í áfengismæli. Allir hafi þeir orðið við þeirri beiðni, og þrír hafi mælst undir áhrifum áfengis. Um er að ræða 16, 18 og 19 ára nemendur. Garðar segir brot á áfengislögum sem þessum almennt varða sektum. Einhver fljótfærni í gangi Í yfirlýsingu sem Magnús Hafliðason, framkvæmdastjóri N1, sendi frá sér vegna málsins kemur að mikil áhersla sé lögð á að sala áfengis fari ávallt fram í samræmi við lög og reglur. „Í þessu tilviki urðu mistök sem við lítum alvarlegum augum. Við höfum þegar rætt málið við viðkomandi starfsfólk og skerpt á verklagi þannig að sambærilegt atvik endurtaki sig ekki. Okkar megináhersla er að draga lærdóm af þessu og tryggja að þau sem við veitum þjónustu geti ávallt treyst okkur,“ segir í yfirlýsingunni. Í stuttu samtali við fréttastofu segir Magnús að mistökin hafi falist í því að biðja nemendurna ekki um skilríki þegar þeir voru afgreiddir um áfengi. „Það hefur verið handagangur í öskjunni, og einhver fljótfærni þarna í gangi.“
Rangárþing eystra Áfengi Framhaldsskólar Festi Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sjá meira