Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar 25. september 2025 16:32 Helsta ástæða þessarar greinar er sú að þótt ég eigi danska frændur og vini og þyki frekar vænt um Dani, erum við að verða vitni hér á vest-norræna svæðinu að því sem virðist vera slæm Stokkhólmeinkenni, gleymska á eigin sögu og pólitísk undarlegheit, sem er til vansa. Íslendingar eru sennilega búnir að gleyma, ef þeir þá vissu, að íslenskt lýðveldi varð til með samvinnu Bandaríkjamanna og Rússa (sem voru fyrstir til að stofna sendiráð hér 1943 eða þó nokkru áður en hersetnir Danir gátu brugðist við). Margir minnugir og greindir Danir tengdir utanríkisþjónustu þeirra munu seint fyrirgefa okkur. En afstaða okkar um hvað væri best fyrir okkar hag var skýr. Sem dæmi var Kaupmannahöfn lýst upp og hugsanlega hituð að hluta löngum stundum með íslensku hákarlalýsi. Þetta ljós var sótt af bláfátæku fólki í litlum opnum róðrarbátum í öllum veðrum og um hávetur og ekki komu allir til baka. Endurgjaldið svo sem mjöl, þótti ekki vera jafn frambærileg vara og oft ónýt. Kaupmennirnir keyptu einkarétt á viðskiptum og lágu þungar refsingar við að versla við rangan Dana og algert bann og sennilega enn þyngri refsingar við að eiga vöruskipti við aðra en Dani, með einkaleyfi til að kaupa og borga að eigin vild.Til að skoða það sem hefur verið að gerast í Grænlandi þyrfti að athuga fjölda af breytum, en best er að halda þeim fáum, þó fleiri mundu eflaust gera myndina svartari og ekki hugnast Dönum það. Lítum á þrjár breytur og tuttugustu öldina. Sem dæmi hefur verið sagt að sennilega hafi verið flutt út kríólít frá Grænlandi fyrir hugsanlega 200 milljarða danskra króna (DR hefur hins vegar gert heimildarþáttinn “Hvítagull Grænlands” þar sem því er haldið fram að flutt hafi verið út kríólít á vegum Dana fyrir 54 milljarða evra frá 1850). Slík tala er (mjög hugsanlega) óábyrg og verður að skoða.Það er líka nauðsynlegt að halda sig við tiltekið tímabil. Sem hagfræðingur hef ég valið síðustu öld, tuttugustu öldina sem er okkur næst og þær tölur sem gera minnst úr þessu arðráni. Ef við skoðum íhaldssamasta mat á hreinum hagnaði Dana af rekstri kríólít-námanna síðustu öld (sem endaði bara fyrir 25 árum) er hann hið allra minnsta líkast til 30 til 40 milljarðar danskra króna.En hvað skyldu Danir hafa látið Grænlendinga fá? Samskonar íhaldsamt mat á því sem ætti að vera Dönum hugnanlegt er að yfir öldina hafi Grænlendingar fengið 10 til 30 milljarða danskra króna og þetta er bara einn liður. En tekjupóstar Dana voru fleiri.Ekki vorum við Íslendingar vel ánægðir með okkar samskipti við Dani. Hvernig getur kona eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra okkar, sem og sameinar stóran hluta kjósenda vegna hæfileika og hvað hún sagðist standa fyrir. Eftir að hlusta á fjölda fólks um land allt og býr því að þekkingu þess og sögu sem og áa sína, sem hafa kennt henni. Í hennar augum eru Danir orðnir góðir sem nýlenduherrar okkar, þegar hún tekur afstöðu með arðræningjum, gegn yfirlýsingaglöðum vini okkar og verndara, en Bandaríkjamenn hafa alla síðustu öld getað hagað málum sínum að vild með samþykki Grænlendinga. Meðan á seinna stríði stóð og Danir hersetnir voru það Bandaríkjamenn sem heldu þjóðverjum frá námunum og svo má benda á að lang stærsti flugvöllur Grænlendinga sem byggður er á mjög veðusælum stað í Syðri-Straumfirði og nálgast 3 km varð ekki bara til allt í ein, Bandaríkjamenn byggðu hann ásamt fleiri nauðsynlegum hlutum í Grænlandi. Ég hef fundið þessa afstöðu frá fleiri Íslendingum, en án minnis og til sannsvegar má heimfæra að við erum evrópsk (menning og saga) þótt margir Evrópubúar, telji okkur of ameríkanseraða og hafa tilhneigingu til að líta heldur niður á okkur. Sem dæmi um Stokkhólmseinkenni og skort á söguþekkingu, þá finnst sumum Íslendingum rök mín frá því ég var 17. ára og fram yfir þrítugt forn og ekki skipta máli, en þá voru hjá þessari litlu þjóð Grænlendingum um 9,000 frjóar konur, en Danir gerðu helming þeirra ófrjóar. Án vitundar í flestum tilvikum eða 4,500 stúlkur, allt niður í 12. ára. Þessu fylgdu margskonar andleg og líkamleg vandamál. Að auki voru mörg Grænlensk börn tekin af mæðrum sínum í Danmörku. Að fara að fyrirgefa, einn, tveir og þrír, öllum þeim sem stýrðu málinu, þ.e. Dönum, er einum of snemmt, því við erum að tala um eitthvað sem er nýskeð. Ég bið Grænlendinga að bíða og gera strangar kröfur í máli sem sumir mjög reiðir vilja líkja við “þjóðarmorð”. Ekki sýna Stokkhólmseinkenni. Kristrún Frostadóttir sem flestir telja glæsilegan fulltrúa okkar Íslendinga, og bæði vel greinda og klára, bið ég um að sýna kynsystrum sínum og Grænlendingum virðingu. Grænlendingar eru líka okkar allra næstu nágrannar og vinir, en það eru minna en 300 km á milli stranda okkar. Höfundur er hagfræðingur og líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Danmörk Grænland Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Helsta ástæða þessarar greinar er sú að þótt ég eigi danska frændur og vini og þyki frekar vænt um Dani, erum við að verða vitni hér á vest-norræna svæðinu að því sem virðist vera slæm Stokkhólmeinkenni, gleymska á eigin sögu og pólitísk undarlegheit, sem er til vansa. Íslendingar eru sennilega búnir að gleyma, ef þeir þá vissu, að íslenskt lýðveldi varð til með samvinnu Bandaríkjamanna og Rússa (sem voru fyrstir til að stofna sendiráð hér 1943 eða þó nokkru áður en hersetnir Danir gátu brugðist við). Margir minnugir og greindir Danir tengdir utanríkisþjónustu þeirra munu seint fyrirgefa okkur. En afstaða okkar um hvað væri best fyrir okkar hag var skýr. Sem dæmi var Kaupmannahöfn lýst upp og hugsanlega hituð að hluta löngum stundum með íslensku hákarlalýsi. Þetta ljós var sótt af bláfátæku fólki í litlum opnum róðrarbátum í öllum veðrum og um hávetur og ekki komu allir til baka. Endurgjaldið svo sem mjöl, þótti ekki vera jafn frambærileg vara og oft ónýt. Kaupmennirnir keyptu einkarétt á viðskiptum og lágu þungar refsingar við að versla við rangan Dana og algert bann og sennilega enn þyngri refsingar við að eiga vöruskipti við aðra en Dani, með einkaleyfi til að kaupa og borga að eigin vild.Til að skoða það sem hefur verið að gerast í Grænlandi þyrfti að athuga fjölda af breytum, en best er að halda þeim fáum, þó fleiri mundu eflaust gera myndina svartari og ekki hugnast Dönum það. Lítum á þrjár breytur og tuttugustu öldina. Sem dæmi hefur verið sagt að sennilega hafi verið flutt út kríólít frá Grænlandi fyrir hugsanlega 200 milljarða danskra króna (DR hefur hins vegar gert heimildarþáttinn “Hvítagull Grænlands” þar sem því er haldið fram að flutt hafi verið út kríólít á vegum Dana fyrir 54 milljarða evra frá 1850). Slík tala er (mjög hugsanlega) óábyrg og verður að skoða.Það er líka nauðsynlegt að halda sig við tiltekið tímabil. Sem hagfræðingur hef ég valið síðustu öld, tuttugustu öldina sem er okkur næst og þær tölur sem gera minnst úr þessu arðráni. Ef við skoðum íhaldssamasta mat á hreinum hagnaði Dana af rekstri kríólít-námanna síðustu öld (sem endaði bara fyrir 25 árum) er hann hið allra minnsta líkast til 30 til 40 milljarðar danskra króna.En hvað skyldu Danir hafa látið Grænlendinga fá? Samskonar íhaldsamt mat á því sem ætti að vera Dönum hugnanlegt er að yfir öldina hafi Grænlendingar fengið 10 til 30 milljarða danskra króna og þetta er bara einn liður. En tekjupóstar Dana voru fleiri.Ekki vorum við Íslendingar vel ánægðir með okkar samskipti við Dani. Hvernig getur kona eins og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra okkar, sem og sameinar stóran hluta kjósenda vegna hæfileika og hvað hún sagðist standa fyrir. Eftir að hlusta á fjölda fólks um land allt og býr því að þekkingu þess og sögu sem og áa sína, sem hafa kennt henni. Í hennar augum eru Danir orðnir góðir sem nýlenduherrar okkar, þegar hún tekur afstöðu með arðræningjum, gegn yfirlýsingaglöðum vini okkar og verndara, en Bandaríkjamenn hafa alla síðustu öld getað hagað málum sínum að vild með samþykki Grænlendinga. Meðan á seinna stríði stóð og Danir hersetnir voru það Bandaríkjamenn sem heldu þjóðverjum frá námunum og svo má benda á að lang stærsti flugvöllur Grænlendinga sem byggður er á mjög veðusælum stað í Syðri-Straumfirði og nálgast 3 km varð ekki bara til allt í ein, Bandaríkjamenn byggðu hann ásamt fleiri nauðsynlegum hlutum í Grænlandi. Ég hef fundið þessa afstöðu frá fleiri Íslendingum, en án minnis og til sannsvegar má heimfæra að við erum evrópsk (menning og saga) þótt margir Evrópubúar, telji okkur of ameríkanseraða og hafa tilhneigingu til að líta heldur niður á okkur. Sem dæmi um Stokkhólmseinkenni og skort á söguþekkingu, þá finnst sumum Íslendingum rök mín frá því ég var 17. ára og fram yfir þrítugt forn og ekki skipta máli, en þá voru hjá þessari litlu þjóð Grænlendingum um 9,000 frjóar konur, en Danir gerðu helming þeirra ófrjóar. Án vitundar í flestum tilvikum eða 4,500 stúlkur, allt niður í 12. ára. Þessu fylgdu margskonar andleg og líkamleg vandamál. Að auki voru mörg Grænlensk börn tekin af mæðrum sínum í Danmörku. Að fara að fyrirgefa, einn, tveir og þrír, öllum þeim sem stýrðu málinu, þ.e. Dönum, er einum of snemmt, því við erum að tala um eitthvað sem er nýskeð. Ég bið Grænlendinga að bíða og gera strangar kröfur í máli sem sumir mjög reiðir vilja líkja við “þjóðarmorð”. Ekki sýna Stokkhólmseinkenni. Kristrún Frostadóttir sem flestir telja glæsilegan fulltrúa okkar Íslendinga, og bæði vel greinda og klára, bið ég um að sýna kynsystrum sínum og Grænlendingum virðingu. Grænlendingar eru líka okkar allra næstu nágrannar og vinir, en það eru minna en 300 km á milli stranda okkar. Höfundur er hagfræðingur og líffræðingur.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun