Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2025 09:57 Birna mætti áföllum af æðruleysi og lét brottförina úr Grindavík ekki stöðva sig í að njóta lífsins og líta hlutina jákvæðum augum. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu í Reykjanesbæ þann 23. september. Vísir/Arnar Birna Óladóttir húsmóðir er látinn 84 ára gömul. Birna var mikill Grindvíkingur eftir að hafa flust þangað sautján ára og vakti athygli í fjölmiðlum á miklum umbrotatímum í bæjarfélaginu þegar jarðskjálftar dundu á Grindvíkingum í Reykjaneseldum hinum síðari. Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18. Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Greint er frá andláti Birnu í Morgunblaðinu í dag. Hún fæddist í Grímsey, stundaði nám á Laugum í Reykjadal í Þingeyjarsýslu þaðan sem hún lauk gagnfræðiprófi og stefndi á Íþróttakennaraháskólann á Laugarvatni. Sautján ára fór hún á vertíð í Grindavík til að afla fjár fyrir skólavistinni, kynntist tilvonandi eiginmanni sínum Dagbjarti Einarssyni og þau stofnuðu heimili þar. Hjónin ráku útgerðina Fiskanes um árabil, Birna var virk í félagsstarfi í bænum og var í fararbroddi í Kvenfélagi Grindavíkur. Birna Óladóttir á heimili hennar í hjúkrunarheimilinu í Grindavík kvöldið örlagaríka þegar stóru skjálftarnir gengu yfir.Vísir/Vilhelm Birna var meðal íbúa á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík þegar mikill jarðskjálfti reið yfir þann 10. nóvember 2023. Margrét Björk Jónsdóttir, þáverandi fréttamaður Sýnar, var á vettvangi og ræddi við Birnu í jarðskjálftaöldunni. „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ sagði Birna í viðtali umrætt kvöld. Margréti Björk brá þegar skjálfti dundi yfir í miðju viðtali en Birna var orðin öllu vön. „Fékkstu að finna núna einn? Þeir hafa komið mikið stærri en þetta,“ sagði Birna við Margréti Björk. „Það er bara að enginn meiðist í þessu,“ sagði Birna þegar hún yfirgaf íbúð sína yfirveguð með eindæmum. Í viðtali við fréttasofu sumarið 2024 rifjaði hún upp daginn örlagaríka í Grindavík og sagði engin orð fá honum lýst. „Ég eiginlega trúði ekki að þetta væri að ske, þetta var eitthvað svo óraunverulegt. Maður á helst að sjá svona í bíómyndum eða lesa um það.“ Jónas Jónasson skráði sögu þeirra Birnu og Dagbjarts í bókinni Það liggur í loftinu, sem kom út árið 2009. Dagbjartur lést árið 2017. Börn þeirra eru fimm; Einar, Elín Þóra, Eiríkur Óli, Jón Gauti og Sigurbjörn Daði. Barnabörnin eru 18 og barnabarnabörnin sömuleiðis 18.
Grindavík Andlát Tengdar fréttir Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01 Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Sjá meira
Engin orð sem lýsa deginum örlagaríka í Grindavík Kona á níræðisaldri segir ekki hægt að lýsa atburðunum í Grindavík þann 10. nóvember með orðum. Þrátt fyrir erfiðleika undanfarna mánuði dreymir hana um að komast aftur heim. 8. júní 2024 08:01
Gríðarlegar skemmdir: „Það eru engin orð sem geta lýst þessu“ „Þetta er náttúrulega alveg hræðilegt. Það eru engin orð sem geta lýst þessu,“ segir Birna Óladóttir íbúi á hjúkrunarheimilinu í Grindavík. Gríðarlegar skemmdir eru á hjúkrunarheimilinu eftir skjálftana síðdegis og í kvöld. 10. nóvember 2023 22:33