Enski boltinn

Nuno að taka við West Ham

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
West Ham United verður fjórða enska liðið sem Nuno Espírito Santo stýrir.
West Ham United verður fjórða enska liðið sem Nuno Espírito Santo stýrir. epa/VINCE MIGNOTT

Allt bendir til þess að Nuno Espírito Santo verði næsti knattspyrnustjóri West Ham United.

Graham Potter var rekinn sem stjóri West Ham í morgun. Liðið er aðeins með þrjú stig í nítjánda og næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Nuno hefur verið orðaður við West Ham undanfarna daga og hann er líklegastur til að taka við liðinu. 

Fabrizio Romano greinir frá því að samkomulag milli Nunos og West Ham sé í höfn og hann muni stýra æfingu hjá liðinu í dag.

Nuno mun þá stýra West Ham þegar liðið mætir Everton í lokaleik 6. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar á mánudaginn.

Nuno var rekinn frá Nottingham Forest í byrjun tímabilsins. Undir hans stjórn endaði liðið í 7. sæti á síðasta tímabili sem var besti árangur Forest í þrjátíu ár. Nuno hefur einnig stýrt Wolves og Tottenham á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×