Enski boltinn

Tvö sjálfs­mörk og tvö frá Haaland í sigri City

Sindri Sverrisson skrifar
Leikmenn Manchester City fagna seinna sjálfsmarki Maxime Esteve í dag.
Leikmenn Manchester City fagna seinna sjálfsmarki Maxime Esteve í dag. Getty/MattMcNulty

Manchester City átti ekki í vandræðum með að leggja nýliða Burnley að velli á heimavelli sínum í dag, 5-1, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Leeds missti sigur niður í 2-2 jafntefli í lokin gegn Bournemouth.

City komst yfir strax á 12. mínútu með sjálfsmarki Maxime Esteve en gestirnir náðu óvænt að jafna fyrir hálfleik, með marki Jaidon Anthony.

Matheus Nunes kom City yfir á nýjan leik á 61. mínútu, eftir skalla frá Erling Haaland, og Esteve varð svo fyrir því óláni að skora aftur sjálfsmark eftir fyrirgjöf Nunes skömmu síðar.

Það var svo á 90. mínútu sem að Haaland skoraði sjálfur, eftir sendingu frá Jeremy Doku, og Norðmaðurinn bætti við öðru marki í uppbótartímanum og innsiglaði 5-1 sigur.

Bournemouth jafnaði í lokin

Antoine Semenyo kom Bournemouth yfir gegn Leeds í dag, með aukaspyrnu undir varnarvegg heimamanna, en Joe Rodon jafnaði fyrir hálfleik. Sean Longstaff skoraði svo glæsilegt mark á 54. mínútu sem virtist ætla að reynast sigurmarkið en seint í uppbótartíma skoraði Eli Junior Kroupi og tryggði gestunum stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×