Innlent

Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn

Agnar Már Másson skrifar
Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang.
Viðbragðsaðilar eru mættir á vettvang. Vefmyndavél/Hafnarfjarðarhöfn

Bátur sökk í kvöld þar sem hann var bundinn við Óseyrarbryggju við Hafnarfjarðarhöfn. Annar bátur virðist einnig líklegur til þess að sökkva. Viðbragðsaðilar eru á vettvangi og kanna málið.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir við Vísi að viðbragðsaðilar kanni nú málið og að slökkviliðsbíll hafi verið ræstur út. 

Á vefmyndavél mátti sjá bátinn sökkva á áttunda tímanum í kvöld en við hlið hans hallar annar bátur. Þar má sjá að slökkviliðsbíllinn sé kominn á vettvang auk sjúkraflutningabíls og lögreglubíla.  

Báturinn lá upp við bryggjuna en er nú sokkinn. Annar bátur hallar.Skjáskot/Hafnarfjarðarhöfn

Veistu meira um málið? Sendu línu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.

Fréttin verður uppfærð þegar frekari upplýsingar liggja fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×