„Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ Árni Sæberg skrifar 29. september 2025 11:45 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Anton Brink Fjármálaráðherra segir tíðindi af gjaldþroti Play í morgun ekki góð. Aftur á móti fljúgi fjöldi flugfélaga til og frá Íslandi og því séu ekki öll eggin í sömu körfu hvað það varðar. Þá segir hann ríkið vel í stakk búið til að takast á við áfallið. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“ Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, ræddi stöðvun rekstrar Play við Berghildi Erlu Bernharðsdóttur fréttamann. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að neðan. „Það er alltaf þannig þegar svona atburðir gerast þá er það nú kannski fyrst og fremst starfsfólkið sem við hugsum til með meðaumkun. Þetta er auðvitað erfitt, að missa vinnuna, og að missa vinnuna með stuttum fyrirvara. Það fara í gang ákveðin kerfi til þess að takast á við það. Síðan auðvitað þeir farþegar sem eru á ferðalögum, þar fer líka í gang ákveðið kerfi hjá hinu opinbera.“ Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur Daði Már segir ríkið í mjög góðri stöðu til þess að bregðast við því að fjöldi fólks missi vinnuna á einu bretti. Starfsfólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki greidd laun. Ísland hafi upplifað mikinn stöðugleika á undanförnum árum og staða Ábyrgðarsjóðs launa sé góð. Þá segir hann að borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins hafi verið virkjuð til þess að veita þeim farþegum sem sitja fastir erlendis upplýsingar um réttindi þeirra vegna stöðvunar reksturs Play. Þær upplýsingar má einnig nálgast hér. „Það er auðvitað þannig að það eru mörg félög sem eru með flug til Íslands. Ísland er í mjög góðu sambandi við umheiminn. Það verður bara að leita allra leiða til að finna lausn á málum allra sem eru strandaglópar.“ Högg fyrir ferðaþjónustuna Hann segir ljóst að gjaldþrot flugfélags geti auðvitað verið ákveðið högg fyrir ferðaþjónustuna. Flestir muna eftir gjaldþroti Wow air árið 2019, sem hafði mikil áhrif á þjóðarbúið. Daði Már segir stöðuna nú aðra að því leytinu til að nú hafi fleiri og fleiri flugfélög hafið flug til og frá Íslandi. „Það er auðvitað ákveðin trygging fyrir okkur. Það þýðir að við erum ekki með öll eggin í einni körfu. Varðandi til dæmis næsta sumar, mun markaðurinn örugglega leysa það. Við þurfum að horfa bara til næstu daga hins vegar. Þetta setur strik í reikninginn hjá þeim sem eru á ferðalagi núna eða hyggja á ferðalög og áttu bókaða ferð með Play. Áhrifin af því þurfum við að meta og bregðast við þeim eins og þau falla til.“ Reikna með áföllum Spurður út í áhrif gjaldþrots Play á rekstur ríkisins og fjárlög næsta árs segir hann að ríkið hafi alltaf svigrúm til þess að bregðast við áföllum sem þessu. „Það er bara einfaldlega þannig að það er alltaf gert ráð fyrir því hjá hinu opinbera að ófyrirséð hlutir geti gerst. Þannig að við tökum sérstaklega frá fyrir atburði eins og þessa. Við þurfum síðan bara að skoða hvert umfang aðgerðanna verður. En það þarf enginn að hafa áhyggjur af því að ríkið hafi ekki svigrúm til þess.“
Gjaldþrot Play Play Fréttir af flugi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Gjaldþrot Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Bankasamningur JJB Sport kostar 1,.5 milljarð kr. aukalega Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira