Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Bjarki Sigurðsson skrifar 29. september 2025 12:05 Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, er föst í Sitges ásamt tæplega áttatíu öðrum í árshátíðarferð. Vísir/Bjarni/Vilhelm Tæplega áttatíu starfsmenn rekstrarfélags Kringlunnar og Reita í árshátíðarferð eru fastir í Sitges á Spáni eftir að flugi Play var aflýst vegna yfirvofandi gjaldþrots félagsins. Markaðsstjóri Kringlunnar segir það ekki amalegt að vera strandaglópur í 25 gráðum en tildrögin séu þó ansi sorglegar fréttir. Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“ Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sitges er vinsæll ferðamannastaður um 35 kílómetrum frá Barselóna í norðausturhluta Spánar. Starfsmennirnir höfðu dvalið þar síðustu daga og áttu bókað flug heim með Play í kvöld eftir vel heppnaða ferð. Baldvina Snælaugsdóttir, markaðsstjóri Kringlunnar, segir fólkið hafa verið nýbúið að skrá sig út af hótelinu þegar fregnir af gjaldþrotinu bárust. „Það var einn sem fékk skilaboð frá fjölskyldumeðlimi akkúrat þegar við vorum að skrá okkur út. Við fórum að skoða fréttir og sáum þetta. Það var uppi fótur og fit og maður er svolítið sjokkeraður. Bara ömurlega leiðinlegt að svona skuli hafa farið fyrir Play. Það var held ég fyrsta hugsunin hjá öllum,“ segir Baldvina. Árshátíðarferðin var bókuð í gegnum ferðaskrifstofu og unnið er að því að finna nýtt flug fyrir hópinn. Baldvina telur þó ljóst að fólk komist ekki heim í dag. „Við eigum að hitta fararstjórann á eftir þannig við erum bara að fá okkur bjór og anda í kviðinn. Þetta er bara staðan og maður verður að gera það besta úr henni. Þetta er bara sorglegt fyrir Play,“ segir Baldvina. „Það er ekkert erfitt að sætta sig við eina nótt í viðbót hérna á þessum stað í 25 stiga hita og dásamlegu umhverfi. Maður er alveg til í þetta en ég vildi að það væri út af öðrum ástæðum. Þannig við erum róleg.“
Play Gjaldþrot Play Fréttir af flugi Gjaldþrot Tengdar fréttir Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Það skiptir máli fyrir þá sem hyggjast fá endurgreitt frá Play vegna flugferðar sem ekki var farið í eftir gjaldþrot félagsins, hvernig greitt var fyrir ferðina. Gjafabréf enda sem kröfur í þrotabú. 29. september 2025 10:30