Erlent

Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Donald Trumpg og Benjamín Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í Washington.
Donald Trumpg og Benjamín Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið í Washington. EPA

Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Ísraels sitja nú á fundi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Umræðuefnið er tillaga ríkisstjórnar forsetans að friði á Gasa.

Um er að ræða fjórða fund Donalds Trump Bandaríkjaforseta og Benjamín Netanjahú, forsætiráðherra Ísrael. Þeir hittust fyrst í febrúar, síðan í apríl og loks í júlímánuði. Síðasti fundur þeirra kom nokkrum dögum eftir að Ísrael og Bandaríkin gerðu loftárásir á íranskar kjarnorkurannsóknarstofur.

Fundurinn hófst að ganga fjögur síðdegis á íslenskum tíma og munu þeir greina frá umræðuefni sínu á blaðamannafundi sem á að hefjast rétt eftir klukkan sex á íslenskum tíma. Samkvæmt BBC verður 21 punkta áætlun um frið til umræðu, sem eru hugmyndir ríkisstjórnar Trumps um hvernig eigi að koma á friði á milli Ísraela og Hamas.

Þegar Trump tók á móti Netanjahú fyrir utan Hvíta húsið var hann spurður hvort hann væri öruggur um að friður myndi brátt ríkja á Gasaströndinni.

„Ég er öruggur,“ sagði Trump.

Fundurinn á að standa í um klukkustund og munu Trump og Netanjahú síðan snæða hádegisverð saman, klukkan fjögur á íslenskum tíma. Þeir áætla síðan að halda sameiginlegan blaðamannafund korter yfir fimm á íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×