Lífið

Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Freydís er í raun og veru kona.
Freydís er í raun og veru kona.

Þættirnir Brjánn hófu göngu sína á Sýn á dögunum en þættirnir fjalla um eilífðarunglinginn Brján, sem hefur enga reynslu af þjálfarastörfum, nema í Football Manager, en hann fær tækifærið sem þjálfari Þróttar.

Í síðasta þætti kemur upp heldur skondinn misskilningur þar sem framkvæmdastjóri Þróttar stóð í þeirri meiningu að aðstoðarþjálfari Brjáns, Freydís sé transkona.

Freydís varð að fara á fund með framkvæmdastjórnum til að reyna útskýra fyrir henni að svo er í raun ekki. Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti en Brjánn er sýndur á Sýn á sunnudagskvöldum. Þættirnir koma fyrr inn á Sýn+.

Klippa: Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona

Halldór Gylfason leikur köttarann og elífðarunglinginn Brján í þáttunum en auk hans leika í þáttunum Steinþór Hróar Steinþórsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Karen Björg Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Sigurður Sigurjónsson og ýmsir fleiri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.