Sjálfs­mark kostaði Mourin­ho stigið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mátti þola tap á sínum gamla heimavelli.
Mátti þola tap á sínum gamla heimavelli. Getty Images/Pedro Loureiro

José Mourinho sótti ekki gull í greipar síns gamla félags þegar hann mætti með Benfica á Brúnna í Lundúnum. Lokatölur 1-0 Chelsea í vil í heldur lokuðum leik.

Segja má að lærisveinar José hafi ekki fengið neina draumabyrjun en þegar 18 mínútur voru á klukkunni var staðan orðin 1-0 Chelsea í vil. Markið skoraði Richard Rios, miðjumaður Benfica, í eigið net eftir fyrirgjöf Alejandro Garnacho.

Reyndist það eina mark leiksins en það verður seint sagt að um opinn og skemmtilegan leik hafi verið að ræða. Það var hins vegar mikil ástríða og fóru alls ellefu gul spjöld á loft. Einnig fór eitt rautt á loft en João Pedro nældi sér í tvö gul og þar með rautt í liði Chelsea. 

Chelsea er komið á blað í Meistaradeildinni eftir 3-1 tap gegn Bayern München í 1. umferð. Benfica er hins vegar án stiga.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira