Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 1. október 2025 14:42 Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor í íslenskri málfræði. Sýn Prófessor í íslensku hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á íslensk stjórnvöld að hækka fjárframlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann segir að læri innflytjendur ekki tungumálið bitni það á samfélaginu í heild. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann. Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira
Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emerítus í íslenskri málfræði við Háskóla Íslands, hefur sett á laggirnar undirskriftarlista þar sem hann skorar á ríkisstjórn og Alþingi að stórhækka framlög til kennslu í íslensku sem annað mál. Hann auglýsir listann á Facebook-síðunni sinni en lætur ítarlegan rökstuðning fylgja með listanum. „Fyrir áratug voru erlendir ríkisborgarar um 10% en eru nú um 20%, og um fjórðungur fólks á vinnumarkaði er af erlendum uppruna. Í skýrslu OECD um málefni innflytjenda á Íslandi sem birt var fyrir ári kom fram að hlutfall innflytjenda í ríkjum OECD sem telja sig hafa sæmilega færni í tungumáli landsins þar sem þeir búa er hvergi lægra en á Íslandi,“ segir Eiríkur í rökstuðningi sínum. Innan við tuttugu prósent innflytjenda telja sig hafa sæmilega færni í íslensku en meðaltalið í OECD-ríkjunum séu tæp sextíu prósent. Annars staðar á Norðurlöndunum telja 45 til sextíu prósent innflytjenda sig hafa sæmilega færni. „Þetta endurspeglar það að fjárveitingar á hvern innflytjanda til kennslu íslensku sem annars máls eru ekki nema brot af því sem önnur Norðurlönd verja til kennslu í sínum þjóðtungum.“ Bitni á öllu samfélaginu „Innflytjendur hafa átt stóran þátt í hagvextinum undanfarin ár og halda í raun uppi heilum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu og byggingariðnaði, og þeim fer einnig ört fjölgandi í heilbrigðiskerfinu. En margir þeirra búa yfir fjölbreyttri menntun og þekkingu sem nýtist ekki sem skyldi, ekki síst vegna takmarkaðrar íslenskukunnáttu þeirra,“ segir Eiríkur. Í könnun á vegum ASÍ og BSRB kemur fram að af félagsfólki þeirra eru mun fleiri innflytjendur sem eru með háskólagráður. Á móti kemur er mun hærra hlutfall innflytjenda með lægri atvinnutekjur en innfæddir. Eiríkur segir takmarkaða íslenskukunnáttu innflytjenda ekki bitna einungis á þeim sjálfum heldur á samfélaginu í heild. Fjöldi þeirra starfi í ýmiss konar þjónustustörfum sem geri öðrum erfiðara fyrir að fá þjónustu á Íslandi. „Fæstir innflytjendur eiga ensku að móðurmáli en reynslan sýnir að þeir læra (ófullkomna) ensku eftir að þeir koma til landsins og nota hana sem samskiptamál við innfædda, og einnig í samskiptum við aðra innflytjendur af ólíku þjóðerni. Ef bjöguð enska dugir til daglegra nota er lítil hvatning til að læra íslensku. Hlutverk hennar sem samskiptamáls verður því sífellt minna og ef ekkert er að gert er hætta á að hún verði undir í atvinnulífinu,“ segir Eiríkur. Þegar þessi orð eru rituð hafa 454 skrifað undir undirskriftarlistann.
Íslensk tunga Innflytjendamál Fjárlagafrumvarp 2026 Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Sjá meira