Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 22:32 Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir það hafa komið sér á óvart að slitnaði upp úr viðræðunum. Vísir/Vilhelm Logi Már Einarsson ráðherra háskólamála segir ákvörðun Háskólaráðs Háskólans á Akureyri um að slíta viðræðum um sameiningu við Háskólann á Bifröst hafa komið sér á óvart. Ekkert slíkt hafi verið í farvatninu þegar hann ræddi við rektora skólanna fyrir fáeinum vikum síðan. Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“ Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Logi segir efasemdir hafa verið uppi um ólík rekstrarform sem hefðu getað flækt málið en annað varð hann ekki var við. Hann segir samrunaviðræðurnar hafa skilað heilmiklu þó ekkert verði úr samrunanum og að hann vilji efla námsgæði í báðum skólum með samstarfi í framtíðinni, á milli tveggja sjálfstæðra rekstrareininga. Leita nýrra leiða til eflingar námsgæða „Það var ánægjulegt að rektorarnir báðir í yfirlýsingum í dag töluðu um það þær vildu halda áfram að efla skólana sína og taka þátt með okkur að auka gæði háskólakerfisins. Við erum lítið land með marga skóla, við þurfum að auka samkeppnishæfni okkar við útlönd og útlenda skóla,“ segir Logi. Þegar þúfa verður manni í vegi verði menn að finna aðrar leiðir. „Nú mun ég einbeita mér að því að ræða við rektorana og finna leiðir til að efla gæði skólanna og mögulega skoða hugi þeirra til einhvers konar samstarfs í framtíðinni sem þær báðar lýstu yfir að þær væru viljugar til,“ segir hann. Sameiningin var alltaf umdeild. Var þetta vanhugsað frá upphafi? „Nú þekki ég það ekki. Þetta byrjar fyrir tveimur árum og hefur verið leitt af skólunum tveimur, auðvitað með fjárhagsstuðningi frá ráðuneytinu. Við höfum ekki verið í þessum samtölum frá degi til dags og viku til viku. Ég held að við þurfum að efla háskólakerfið og auka gæðin en hvort að nákvæmlega þessar tvær einingar gátu smollið saman, greinilega ekki,“ segir Logi. Hafi ekki áhrif á hagræðinguna Að ekkert verði af sameiningu skólanna setji þó ekki strik í hagræðingarreikninginn, en samruninn var settur fram sem liður í hagræðingu ríkisstjórnarinnar. „Hugmyndin þarna var til skemmri tíma að auka gæði háskólanáms og efla rannsóknarstarf. Inn í lengri framtíð hefði þetta alveg örugglega skilað rekstrarlegri hagkvæmni en það eru ýmsar aðrar leiðir og möguleikar á borðinu sem við munum skoða. Svona verkefni verða alltaf fyrst og fremst að vera í góðri sátt innan skólanna, skólasamfélagsins, nærumhverfisins og við munum nálgast þessi næstu skref jákvætt.“
Háskólar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Akureyri Borgarbyggð Skóla- og menntamál Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira