Handbolti

Valur vann stigalausu Stjörnuna

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lilja Ágústsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val. 
Lilja Ágústsdóttir skoraði sex mörk fyrir Val.  Vísir/Anton Brink

Valur sótti 34-27 sigur gegn Stjörnunni í Garðabæ í fjórðu umferð Olís deildar kvenna. Valskonur eru við efsta sætið en Stjarnan er enn án stiga.

Stjarnan skoraði fyrsta mark leiksins en það reyndar í eina skiptið sem heimakonur höfðu forystuna. Valur var skrefinu á undan eftir það en Stjarnan var þó ekki langt undan.

Fjórum mörkum munaði á liðunum í hálfleik, staðan þá 17-13 fyrir Val.

Seinni hálfleikurinn var síðan algjörlega í eigu Vals, Stjarnan átti í miklum erfiðleikum sóknarlega og gestirnir náðu mest tíu marka forystu áður en Stjarnan minnkaði muninn örlítið undir lokin. Lokatölur 34-27 Valssigur.

Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir og Lilja Ágústsdóttir voru markahæstar hjá Val með sex mörk hver. Ásthildur skoraði þrjú af sínum mörkum úr hraðaupphlaupum.

Natasja Hammer og Inga Maria Roysdóttir voru markahæstar hjá Stjörnunni með sex mörk hver, auk þess að gefa fjórar stoðsendingar hver.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×