Innlent

Fresta fram­kvæmdum vegna veðurs

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki er hægt að malbika í riginingu.
Ekki er hægt að malbika í riginingu. Vísir/Einar

Ákveðið hefur verið að fresta framkvæmdum Reykjavíkurborgar við gatnaviðhald í næstu viku vegna veðurs. Um er að ræða fræsingu og malbikun en ekki er hægt að malbika í rigningu og er von á roki og rigningu í næstu viku.

Samkvæmt tilkynningu á að staka stöðuna aftur á mánudaginn og hafi spár breyst þá, gæti verið ákveðið að fara í framkvæmdir í næstu viku.

Þar er um ræða fræsingu og malbikun á Bæjarhálsi, Golfskálaveg og Klukkurima.

Frekari upplýsingar má finna á framkvæmdasjá Reykjavíkurborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×