Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 5. október 2025 14:00 Tinna sneri vörn í sókn. Kona sem lagði í gjaldfrjálst stæði við Sundhöllina í Reykjavík var rukkuð af bílastæðafyrirtæki fyrir að hafa lagt án greiðslu í Hverfisgötu. Hún eyddi drjúgum tíma í að fá fyrirtækið til að fella niður rukkunina og ákvað að senda þeim reikning til baka fyrir vinnu sína. „Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking. Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira
„Þeir gátu ekki útskýrt þetta, ég lagði þarna á Bergþórugötu sem er nokkrum götum frá Hverfisgötu en á miðanum sem var settur á bílinn stóð Hverfisgata 105,“ segir Tinna Þorvalds Önnudóttir sem fékk rukkun frá bílastæðafyrirtækinu Greenparking síðustu helgi. Forsvarsmenn Greenparking segja í skriflegu erindi til fréttastofu að við álagningu allra vangreiðslugjalda séu teknar myndir sem sýni staðsetningu bíls, dags og tímasetningu. Viðskiptavinir geti óskað eftir þeim til staðfestingar séu þeir í vafa um tilurð vangreiðslugjalda. Tinna lagði bílnum á Bergþórugötu, ekki Hverfisgötu.Aðsend Bergþórugatan er á svokölluðu P3-svæði og því frítt að leggja þar um helgar. Gatan er vinsæl meðal túrista sem eru duglegir að leggja þar. „Ég þurfti að senda tvo tölvupósta um málið og hringja svo í þau til þess að fá þetta fellt niður, sem tók mig í allt í það minnsta klukkutíma. Allt í allt tók þetta fáránlega mál mig um það bil klukkutíma vinnu, fyrir utan stressið sem það olli.“ Tinna hafði ekki fengið greitt þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa verið gjafmild þegar hún rukkaði fyrirtækið, tíu þúsund krónur fyrir sína vinnu. „Við höfum öll nóg á okkar könnu - við vinnum stöðugt til þess að ná endum saman og erum að djöggla alls konar boltum í einu og ég hef ekki tíma fyrir svona.“ Hugsi yfir bílastæðafyrirtækjum „Ég er alltaf að heyra af fleiri og fleiri svona fyrirtækjum og fleiri og fleiri öppum sem maður á að ná í. Svo er maður seinn á fund, og á þá að hlaða niður nýju appi,“ segir Tinna. „Það nefndi það einhver við mig að öll þessi random bílastæðafyrirtæki minni á smálánafyrirtæki sem spruttu allt í einu upp, þetta er bara random hugdetta en hvað er málið, þarf ekki eitthvað að ræða þetta?“ Sektin sem Tinna hlaut. Eins og áður segir er Bergþórugatan, þá sérstaklega við Sundhöllina, vinsæl meðal ferðamanna sem kjósa að leggja þar og þá sérstaklega um helgar til að forðast gjaldskyldu. Tinna segist velta fyrir sér hvort takmarkið sé að nýta sér það. „Ef maður er túristi einhvers staðar þá vill maður fara eftir reglum staðarins, vera kurteis og næs. Maður bara þekkir ekki aðstæður,“ segir Tinna. Hún segir þörf á frekari úrræðum fyrir neytendur gagnvart fyrirtækjunum. Fréttin hefur verið uppfærð með svörum frá Greenparking.
Bílastæði Reykjavík Neytendur Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Sjá meira