Erlent

Sendir þjóð­varð­liðið til Chicago

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti á í nógu að snúast.
Donald Trump Bandaríkjaforseti á í nógu að snúast. EPA

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur heimilað að senda þrjúhundruð menn úr þjóðvarðliði til Chicago-borgar, líkt og hann hefur gefið til kynna að hann muni gera vikum saman. Ástæðan er sögð vera lögleysa sem ríki í borginni. Borgaryfirvöld í Chicago hafa mótmælt því að forsetinnn taki þetta skref.

„Trump mun ekki líta fram hjá lögleysunni sem ríkir nú í amerískum borgum,“ sagði Abigail Jackson, talskona Hvíta hússins um aðgerðir forsetans.

Ákvörðun Trump er tekin í kjölfar þess að kona, bandarískur ríkisborgari, var skotin við átök mótmælenda og landamæravarða. Það mun hafa gerst eftir að mótmælendur óku bíl í ökutæki lögreglumanna, sem hafi fyrir vikið séð sig tilneydda til að grípa til vopna. Konan, sem var skotin, er sögð hafa verið vopnuð, en komist lífs af.

JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois-ríkis, þar sem Chicago-borg er að finna, segir óþarfa að senda þjóðvarðliðið til borgarinnar. Um sé að ræða leikþátt en ekki raunverulega tilraun til að auka öryggi borgara.

Þess má geta að Pritzker er úr röðum Demókrata, en Trump er Repúblikani.


Tengdar fréttir

Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE

Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli.

Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa skipað „stríðsmálaráðherra“ sínum, Pete Hegseth, að senda hermenn til borgarinnar Portland í Oregon. Þar eigi þeir að verja íbúa „stríðshrjáðrar“ borgarinnar og starfsmenn Innflytjenda- og tolleftirlits Bandaríkjanna (ICE) gegn ANTIFA og öðrum „hryðjuverkamönnum“.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×