Fótbolti

Fyrir­liði Arsenal dregur sig út úr norska landsliðshópnum

Árni Jóhannsson skrifar
Martin Ødegaard miður sín þegar hann áttaði sig á alvarleika meiðsla sinna í gær.
Martin Ødegaard miður sín þegar hann áttaði sig á alvarleika meiðsla sinna í gær. Vísir / Getty

Það á ekki af Martin Ødegaard, fyrirliða Arsenal, að ganga þegar kemur að meiðslum. Hann þurfti að fara af velli á 30. mínútu gegn West Ham í gær og nú er búið að staðfesta það að hann mun ekki geta tekið þátt í landsliðsverkefnum Noregs um næst helgi.

Ødegaard sem hafði glímt við meiðsli í öxl hélt utan um hnéið á sér þegar hann lagðist í grasið í leikum gegn West Ham. Hann sást síðan fara af vellinum með spelkur utan um vinstra hnéið sitt.

Arsenal staðfesti það svo fyrr í dag að hann hafi skaddað liðbönd í vinstra hnéinu sem þýðir það að hann þarf að draga sig út úr landsliðshóp Noregs. Það er gert til að hægt sé að kanna málið betur og veita honum meðferð og er pælingin að Ødegaard komist sem fyrst inn á völlinn aftur. Þá voru fréttir af því að Declan Rice sé í lagi þó að hann hafi kennt sér meins í baki þegar hann fór af velli í gær. Hann mun fara og taka þátt í landsliðsverkefnum Englands um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×