„Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Agnar Már Másson skrifar 5. október 2025 18:33 Nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar eru ósáttir við brottflutninginn en þingflokksformaðurinn segir málið ekki á dagskrá þingflokksins. Samsett Mynd Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur, þingmanni Samfylkingarinnar, er brugðið vegna brottvísunar ungbarna í vikunni og segir lögin greinilega ekki nægilega mannúðleg. Kurr er innan herbúða Samfylkingarinnar á Alþingi en Guðmundur Ari Sigurjónsson þingflokksformaður segir engan ágreining ríkja við aðra stjórnarflokka um málið. Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gremju gætir meðal þingmanna Samfylkingarinnar vegna brottflutnings rússneskra flóttamanna, og tveggja vikna tvíburadætra þeirra, frá Íslandi til Króatíu. „Mér finnst það gefa augaleið að reglurnar okkar séu ekki nógu mannúðlegar ef þetta er útkoman,“ segir Ása Berglind í stuttu samtali við Vísi í kvöld en hún vildi ekki tjá sig frekar um málið. Ása Berglind, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton Brink Ekki er útilokað að fjölskyldan endi í Rússlandi, að sögn lögfræðings fjölskyldunnar sem Vísir ræddi við á miðvikudag, en Króatía samþykkti aðeins 0,3 prósent verndarumsókna frá Rússlandi árið 2023 samkvæmt AIDA-gagnagrunninum. Víði Reynissyni þingmanni sagðist einnig brugðið vegna brottflutningsins þegar blaðamaður náði af honum tali í gær og hann lýsti því að fleiri þingmenn hefðu svipaða sögu að segja. Segir engan ágreining við hina stjórnarflokkana Fréttastofa náði á Guðmund Ara Sigurjónsson þingflokksformann og spurði hann út í óánægjuraddirnar innan þingflokksins en hann benti á að flokkurinn væri í kjördæmaviku og því hefði hann ekki hitt alla þingmenn flokksins síðustu daga. Hann kannaðist þó við málið. „Það hefur komið fram að fólk er óánægt með hvernig þetta blasir við í fjölmiðlum en þetta er ekki á borði þingflokksins,“ tók Guðmundur Ari fram, sem vildi lítið tjá sig um málið þegar blaðamaður sló á þráðinn til hans síðdegis í dag. Honum þótti samt líklegt að þingmenn vildu fá upplýsingar um málið og hann útilokaði ekki að málið yrði rætt á fundi þingflokksins í vikunni, þó að það væri ekki formlega á dagskrá. „Á þingflokksfundum eru ýmis mál rædd,“ bætti þingmaðurinn við en ítrekaði þó að slík mál væru fyrst og fremst á borði Útlendingastofnunarinnar. Aðspurður sagði hann að enginn ágreiningur hafi myndast við aðra stjórnarflokka vegna málsins. „Ekki neitt svoleiðis,“ svaraði þingflokksformaður. „Enda hefur þetta ekki verið á borði þingmanna eða ráðherra.“ Fyrrverandi formaður gagnrýnir þingmenn flokksins Málefni útlendinga hafa reynst jafnaðarmönnum erfitt umræðuefni eftir að Kristrún Frostadóttir tók við stjórnartaumum flokksins haustið 2022. Síðan þá hafa þeir sem voru hvað frjálslyndastir í innflytjendamálum sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til dæmis Helga Vala Helgadóttir fyrrverandi þingmaður, eða hreinlega sagt sig úr flokknum, eins og Þorbjörg Þorvaldsdóttir bæjarfulltrúi Garðabæjarlistans og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir fyrrverandi varaþingmaður. Oddný Harðardóttir, fyrrverandi formaður flokksins, birti færslu á Facebook í vikunni þar sem hún hneykslaðist á brottflutningi fjölskyldunnar og spurði: „Hvað segið þið, góðir samfylkingarþingmenn?“ Þórunn Sveinbjarnardóttir þingforseti brást við færslunni með „leiðum kalli“ en samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hún lýst óánægju sinni yfir brottflutningnum
Alþingi Samfylkingin Innflytjendamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Réttindi barna Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira