Handbolti

Sel­foss úr leik þrátt fyrir sigur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Selfoss vann góðan sigur í kvöld.
Selfoss vann góðan sigur í kvöld. UMF Selfoss

Selfoss lagði AEK Aþenu í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta. Því miður vann AEK Aþena fyrri leik liðanna í Grikklandi og er því komið áfram.

Selfyssingar þurftu að vinna upp sex marka forystu gestanna frá því í fyrri leiknum og það reyndist of stór biti. Gestirnir byrjuðu betur i kvöld og leiddu með einu marki í hálfleik.

Í þeim síðari gáfu heimakonur allt sem þær áttu og unnu á endanum þriggja marka sigur, 27-24 lokatölur. Því miður dugði það ekki til að fara áfram en góður sigur engu að síður.

Mia Kristin Syverud, Hulda Hrönn Bragadóttir, Hulda Dís Þrastardóttir og Arna Kristín Einarsdóttir voru markahæstar með fimm mörk hver. Ágúst Tanja Jóhannsdóttir varði 6 skot í markinu og Sara Xiao Reykdal varði tvö skot.


Tengdar fréttir

Valur áfram eftir góðan sigur

Valur er komið í 3. umferð Evrópudeildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Unirek frá Hollandi að Hlíðarenda í dag, lokatölur 30-26.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×