Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar 6. október 2025 15:03 Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bogi Ragnarsson Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Kæri ráðherra, Ég skrifa þetta bréf vegna vaxandi áhyggja minna af stöðu loftslagsmála á Íslandi. Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun sem krefst skýrra aðgerða, en samt virðist pólitísk skammsýni og ábyrgðarflótti ráða ferðinni. Ísland sendi inn sitt fyrsta landsframlag árið 2016 og uppfærði það í febrúar 2021. Þar kemur fram að Ísland stefni að 55% samdrætti í nettólosun árið 2030 miðað við 1990, í samvinnu við ESB, aðildarríki þess og Noreg (Loftslagsráð, e.d.). Þetta er metnaðarfullt markmið, en spurningin er hvort við séum á leiðinni þangað. Gögn sýna að árleg losun Íslands hefur ekki farið minnkandi, heldur haldist há. Árið 2023 var hún um 3,8 milljónir tonna CO₂, sem er mesta losun í sögunni ef árið 2008 er undanskilið (Our World in Data, e.d.-a; Ritchie og Roser, 2020/2024). Þegar litið er á losun á hvern íbúa sést að Íslendingar losa tæplega 10 tonn á mann, sem er mun meira en önnur Norðurlönd (Our World in Data, e.d.-b). Það sem gerir stöðuna enn alvarlegri er samanburðurinn við nágranna okkar. Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland hafa á síðustu áratugum dregið hratt úr losun, bæði í heild og á hvern íbúa. Þar hefur stefnumótun og orkuskipti skilað árangri – losun á hvern íbúa hefur dregist verulega saman frá hámarki seint á 20. öld (Our World in Data, e.d.-c; Our World in Data, e.d.-d). Samkvæmt gögnum um neyslutengda losun á hvern íbúa hefur kolefnisspor á Norðurlöndum dregist saman um 30–50% frá 1990 til 2022 (Our World in Data, e.d.-e). Svíþjóð er nú með um 6.5 tonn CO₂ á mann, Danmörk og Noregur um 6–8 tonn, og Finnland um 9 tonn (Our World in Data, e.d.-e). Til samanburðar er neyslutengt kolefnisspor hins almenna Íslendings um 12 tonn CO₂ ígilda á ári. Þetta er um þrefalt hærra en æskilegt væri til að ná 1,5°C markmiðinu samkvæmt Parísarsamkomulaginu. Til að fylgja því þyrfti kolefnissporið að vera komið niður í um 4 tonn á mann á ári (Kolefnisreiknir, e.d.). Þetta sýnir að Ísland stendur ekki jafnfætis nágrannaríkjum sínum í að draga úr losun. Við getum ekki réttlætt þessa stöðu með því að vísa til þess að við séum „lítið land“. Þvert á móti, sem hluti af Norðurlöndum og alþjóðasamfélaginu, ber okkur skylda til að vera í fararbroddi – ekki eftirbátur. Ef nágrannalönd okkar geta sýnt metnað og árangur, þá er það ekki skortur á möguleikum sem heldur aftur af okkur, heldur skortur á pólitískri forystu og hugrekki til að láta hagsmunagæslu víkja fyrir framtíðarsýn. Loftslagsmál eru ekki aðeins spurning um tölur á blaði. Þau snúast um samfélagslega ábyrgð og réttlát umskipti fyrir komandi kynslóðir. Ísland hefur skuldbundið sig til að draga verulega úr losun, en gögnin sýna svart á hvítu að við erum að dragast aftur úr, á meðan hin Norðurlöndin ná árangri. Ég hvet þig sem ráðherra til að sýna forystu. Við þurfum að binda endi á ábyrgðarflótta, efla alþjóðasamvinnu og hrinda í framkvæmd stefnu sem miðar að raunverulegum samdrætti í losun. Ísland getur ekki leyft sér að vera síðasti hlekkurinn í keðjunni – framtíðin krefst þess að við bregðumst við núna. Höfundur kennir félagsfræði og umhverfis- og loftslagsbreytinga. Heimildir Kolefnisreiknir. (e.d.). Kolefnisspor íbúa á Íslandi. Sótt 3. október 2025 af https://www.kolefnisreiknir.is Loftslagsráð. (e.d.). Skuldbindingar Íslands. Sótt 3. október 2025 af https://loftslagsrad.is/heim/loftslagsbreytingar/skuldbindingar_islands/ Our World in Data. (e.d.-a). Annual CO₂ emissions – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-b). CO₂ emissions per capita – Iceland. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=~ISL Our World in Data. (e.d.-c). Annual CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/annual-co2-emissions-per-country?country=SWE~NOR~DNK~FIN&mapSelect=~ISL Our World in Data. (e.d.-d). CO₂ emissions per capita – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/co-emissions-per-capita?country=NOR~DNK~SWE~FIN Our World in Data. (e.d.-e). Per capita consumption-based CO₂ emissions – Nordic countries. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/grapher/consumption-co2-per-capita?tab=line&country=NOR~SWE~DNK~FIN&mapSelect=~NOR Ritchie, H., & Roser, M. (2020, endurskoðað 2024). CO₂ emissions. Our World in Data. Sótt 3. október 2025 af https://ourworldindata.org/co2-emissions
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun