Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2025 08:03 Wayne Rooney segir að þegar Mo Salah er ekki að skora eða búa til mörk fyrir Liverpool þá séu stórir gallar hans sýnilegri. EPA/ADAM VAUGHAN Manchester United-goðsögnin Wayne Rooney skrifar vandræði Liverpool í vetur meðal annars á það að Mohamed Salah leggi ekki nógu mikið á sig fyrir liðið. Hann vill að Arne Slot færi hann til inn á vellinum. Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney. Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Sjá meira
Liverpool tapaði um síðustu helgi þriðja leiknum sínum í röð og í þessu 2-1 tapi á móti Chelsea átti Mohamed Salah mjög slakan leik. Salah var stórskotlegur á síðustu leiktíð en hefur verið langt frá því að fylgja þeirri frammistöðu eftir á þessu tímabili. Salah hefur aðeins skorað eitt mark úr opnum leik í efstu deild á þessu tímabili og Rooney gaf í skyn að þegar Salah er ekki að ráða úrslitum leikja með mörkum eða stoðsendingum beinist athyglin að öðrum þáttum í leik hans. Hann horfði bara á „Við vitum að hann kemur ekki alltaf til baka og verst jafn mikið, en í leiknum gegn Chelsea var bakvörðurinn hans gjörsamlega tekinn í gegn og hann horfði bara á,“ sagði fyrrverandi fyrirliði Englands í nýjasta þætti The Wayne Rooney Show. Breska ríkisútvarpið segir frá. „Hann kemur ekki til baka og hjálpar til, og leikmenn eins og [Virgil] Van Dijk og leiðtogarnir í búningsklefanum ættu að segja honum: ‚Þú þarft að hjálpa til‘. Þetta var áhyggjuefni og mér finnst hann hafa virst svolítið týndur síðustu vikuna,“ sagði Rooney. Wayne Rooney on Salah: "Over the last week, I would question his work ethic. We know he doesn't always get back and defend as much, but in the Chelsea game his full-back was getting torn apart and he was watching." pic.twitter.com/CRkj113frW— Anfield Edition | æ (@AnfieldEdition) October 6, 2025 „Þegar vel gengur og þú ert að skora mörk og vinna leiki er það frábært og liðið sættir sig við það en síðustu vikuna myndi ég efast um vinnusemi hans.“ Salah skoraði fjórða markið í 4-2 sigri Liverpool á Bournemouth í fyrstu umferðinni en eina annað mark hans í ensku úrvalsdeildinni var úr vítaspyrnu seint í leik gegn Burnley. Rooney ræddi líka aldur Salah sem er orðinn 33 ára. Færðu hann inn á miðjuna „Ég held að þegar maður eldist líka, hefði [Arne] Slot kannski getað litið á það og hugsað: ‚Chelsea er að gjörsigra okkur á kantinum‘. Færðu hann (Salah) inn á miðjuna og færðu [Florian] Wirtz út á kantinn og hefur samt þá vinnusemi þar og snilld Salah til að reyna að skora mörk. Bestu stjórarnir sjá þetta og aðlagast. Ég er ekki að segja að hann eigi að taka hann út úr liðinu,“ sagði Rooney. Lentum í þessu með Ronaldo „Við lentum í þessu með [Cristiano] Ronaldo hjá Manchester United sem sömuleiðis kom ekki til baka svo Fergie [Sir Alex Ferguson] færði hann inn á miðjuna, þannig að þú hefur enn jafnvægi í liðinu og vinnan er unnin. Hann færði hann inn á miðjuna svo hann er enn á vellinum því hann á alltaf möguleika á að skora mörk og vinna leiki,“ sagði Rooney.
Enski boltinn Mest lesið Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Sjáðu stórkostlega hjólhestaspyrnu Ronaldos Fótbolti Íhugar framtíðina og gæti hafa leikið sinn síðasta leik fyrir Breiðablik Fótbolti Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Enski boltinn Vonar að titilvörnin hefjist ekki á konunni sem vann hann um daginn Sport Dagskráin í dag: Mikilvægur leikur á Old Trafford Sport Fleiri fréttir Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Sjá meira