Enski boltinn

Tíu milljóna punda kjara­kaup

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Antoine Semenyo fagnar eftir að hafa komið Bournemouth í 3-1 gegn Fulham. Það var sjötta mark hans í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.
Antoine Semenyo fagnar eftir að hafa komið Bournemouth í 3-1 gegn Fulham. Það var sjötta mark hans í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. getty/Robin Jones

Antoine Semenyo hefur farið mikinn í upphafi tímabilsins og komið með beinum hætti að níu af ellefu mörkum Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni.

Semenyo skoraði tvö mörk og lagði upp eitt þegar Bournemouth sigraði Fulham, 3-1, á heimavelli á föstudaginn.

Kamerúninn er kominn með sex mörk og þrjár stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Aðeins Erling Haaland, framherji Manchester City, hefur komið að fleiri mörkum (10).

Bournemouth keypti Semenyo frá Bristol City fyrir tíu milljónir punda í janúar 2023. Hann hefur skorað 28 mörk í 97 leikjum fyrir Kirsuberin og vakið athygli stórliða. Semenyo, sem er 25 ára, hefur spilað 29 leiki fyrir ganverska landsliðið og skorað þrjú mörk.

Verður betri með hverju tímabilinu

Tímabil Antoines Semenyo með Bournemouth:

  • 2022-23: 11 leikir/1 mark
  • 2023-24: 33 leikir/8 mörk/2 stoðsendingar
  • 2024-25: 37 leikir/11 mörk/5 stoðsendingar
  • 2025-26: 7 leikir/6 mörk/3 stoðsendingar

Bournemouth hefur aldrei byrjað tímabil í efstu deild betur en liðið er í 4. sæti með fjórtán stig. Bournemouth missti sterka leikmenn í sumar, aðallega úr vörninni, en hefur tekist að fylla í þau skörð og farið vel af stað.

Næsti leikur Bournemouth er gegn Crystal Palace á Selhurst Park laugardaginn 18. október.

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá öll mörk og stoðsendingar Semenyos í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×