„Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. október 2025 07:02 Katla sýnir lesendum Vísis hina hliðina. Gunnlöð Jóna „Einlægni afvopnar gagnrýni, og annað fyrir leikarann í mér, að það er ekki hægt að ofleika heldur bara leika án innistæðu,“ segir Katla Njálsdóttir, söng- og leikkona. Katla er 23 ára rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Vorið 2025 hlaut hún Edduverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ljósbroti, á svipuðum tíma og hún útskrifaðist sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Katla hóf feril sinn aðeins þrettán ára gömul í kvikmyndinni Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Síðan þá hefur hún landað hverju hlutverkinu á fætur öðru, bæði á hvíta tjaldinu og á fjölum leikhúsanna. Katla frumsýndi nýverið einleikinn, Þetta er gjöf, sem er sýndur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur. Katla fer með hlutverkið í einleiknum, Þetta er gjöf, í Þjóðleikhúsinu.Ljósmynd/Jorri Listrænn og stuðningsríkur Þegar Katla er spurð hvað hafi haft mest mótandi áhrif á líf hennar, segir hún frá föður sínum, Njáli Þórðarsyni, hljómborðsleikara hljómsveitarinnar Lands og sona, sem hún missti aðeins sextán ára gömul eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Pabbi minn, hann var mjög listrænn og sprúðlandi. Foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig í öllu þessu listabralli mínu, og það er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er í dag. Þau höfðu, og hafa, alltaf haft trú á mér þessar elskur. Og það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest,“ segir Katla. Sjá: Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Katla situr fyrir svörum í Hinni hliðinni á Vísi. Fullt nafn? Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Aldur? Ég er 23 ára. Starf? Söng- og leikkona. Ég starfa núna hjá Þjóðleikhúsinu. Fjölskylduhagir? Ég á móðir og yngri systir, jú og hundinn Kríu. Ellefu ára að æfa sig að taka á móti Edduverðlaununum í sturtu Lýstu þér í þremur orðum: Kann á beinskiptan Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Það er annaðhvort verkið mitt, Gunnella, sem ég skrifaði, hannaði, framleiddi og lék í, eða að vinna Edduverðlaunin – verðlaun sem ég hef æft mig að vinna í sturtunni síðan ég var um ellefu ára. Er eitthvað sem þú óttast? Að sjá einhvern í speglinum fyrir aftan mig þegar ég lít upp úr vaskinum eftir að hafa þvegið á mér andlitið – það hefur ekki gerst enn, en ég er alltaf viðbúin. Og svo að gleyma línu í einleiknum sem ég er í; því hver ætlar að bjarga mér? Ekki mótleikarinn minn – hann er nefnilega ekki til. Hvernig viltu að fólk muni eftir þér? Að ég hafi verið annaðhvort fyndin eða skemmtileg – mögulega bæði. Ef einhverjum finnst ég kúl, þá er það bara stór plús. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Einlægni afvopnar gagnrýni, og annað fyrir leikarann í mér, að það er ekki hægt að ofleika heldur bara leika án innistæðu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ekki einhleyp. Fær hrós fyrir hlutverk Elínar Hall Katla og Elín Hall. Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég hef verið stundarkennari við læknadeild Háskóla Íslands. Katla útskrifaðist sem leikkona úr Listaháskóla Íslands í vor. Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Íslensku og ensku, smá dönsku og pínulitla þýsku. Ég leik mér mikið með hreima í ensku, en langar að læra pólsku. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Teleporta. Ég bý í Árbænum og umferðin er svo þung svo það væri ótrúlega hentugt. Síðan væri ég líka til í að geta stokkið út á land bara sí svona. Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Brúðkaupsferð foreldra minna, sem ég og systir mín fengum að fara með í, þegar við heimsóttum Europa Park í Þýskalandi. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Ég fæ mjög reglulega hrós fyrir kvikmyndina Lof mér að falla, en ég er ekki Elín Hall. Fallegasti staður á Íslandi? Stykkishólmur. En úti í heimi? Cinque Terrre á Ítalíu. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ekki beint. Katla hlaut Edduverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ljósbroti í vor.Olaf Hannesson Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég er að horfa á Castle, í svona sjötta skiptið. Ég er einföld kona. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Where is my husband? með Raye sem var að koma út, helst live útgáfan á YouTube af Glastonbury. Hin hliðin Leikhús Tengdar fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ „Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur. 2. október 2025 09:02 „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ „Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk,“ segir hin 33 ára Svanhildur Heiða Snorradóttir. 12. september 2025 07:08 „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ „Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt. 5. september 2025 08:40 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
Katla er 23 ára rísandi stjarna í íslensku leiklistarsenunni. Vorið 2025 hlaut hún Edduverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ljósbroti, á svipuðum tíma og hún útskrifaðist sem leikari úr Listaháskóla Íslands. Katla hóf feril sinn aðeins þrettán ára gömul í kvikmyndinni Hjartasteinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson. Síðan þá hefur hún landað hverju hlutverkinu á fætur öðru, bæði á hvíta tjaldinu og á fjölum leikhúsanna. Katla frumsýndi nýverið einleikinn, Þetta er gjöf, sem er sýndur í Kassanum í Þjóðleikhúsinu, eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttur. Katla fer með hlutverkið í einleiknum, Þetta er gjöf, í Þjóðleikhúsinu.Ljósmynd/Jorri Listrænn og stuðningsríkur Þegar Katla er spurð hvað hafi haft mest mótandi áhrif á líf hennar, segir hún frá föður sínum, Njáli Þórðarsyni, hljómborðsleikara hljómsveitarinnar Lands og sona, sem hún missti aðeins sextán ára gömul eftir stutta og erfiða baráttu við krabbamein. „Pabbi minn, hann var mjög listrænn og sprúðlandi. Foreldrar mínir hafa alltaf stutt mig í öllu þessu listabralli mínu, og það er ástæðan fyrir því að ég er sú sem ég er í dag. Þau höfðu, og hafa, alltaf haft trú á mér þessar elskur. Og það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest,“ segir Katla. Sjá: Erfitt að vera ekki á landinu þegar hann lést Katla situr fyrir svörum í Hinni hliðinni á Vísi. Fullt nafn? Katla Þórudóttir Njálsdóttir. Aldur? Ég er 23 ára. Starf? Söng- og leikkona. Ég starfa núna hjá Þjóðleikhúsinu. Fjölskylduhagir? Ég á móðir og yngri systir, jú og hundinn Kríu. Ellefu ára að æfa sig að taka á móti Edduverðlaununum í sturtu Lýstu þér í þremur orðum: Kann á beinskiptan Hvert er stærsta afrek þitt eða mesta gæfa sem hefur komið þér á óvart í lífinu? Það er annaðhvort verkið mitt, Gunnella, sem ég skrifaði, hannaði, framleiddi og lék í, eða að vinna Edduverðlaunin – verðlaun sem ég hef æft mig að vinna í sturtunni síðan ég var um ellefu ára. Er eitthvað sem þú óttast? Að sjá einhvern í speglinum fyrir aftan mig þegar ég lít upp úr vaskinum eftir að hafa þvegið á mér andlitið – það hefur ekki gerst enn, en ég er alltaf viðbúin. Og svo að gleyma línu í einleiknum sem ég er í; því hver ætlar að bjarga mér? Ekki mótleikarinn minn – hann er nefnilega ekki til. Hvernig viltu að fólk muni eftir þér? Að ég hafi verið annaðhvort fyndin eða skemmtileg – mögulega bæði. Ef einhverjum finnst ég kúl, þá er það bara stór plús. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Einlægni afvopnar gagnrýni, og annað fyrir leikarann í mér, að það er ekki hægt að ofleika heldur bara leika án innistæðu. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ekki einhleyp. Fær hrós fyrir hlutverk Elínar Hall Katla og Elín Hall. Ein staðreynd um þig sem kemur fólki á óvart? Ég hef verið stundarkennari við læknadeild Háskóla Íslands. Katla útskrifaðist sem leikkona úr Listaháskóla Íslands í vor. Hvaða tungumál talarðu? En langar til? Íslensku og ensku, smá dönsku og pínulitla þýsku. Ég leik mér mikið með hreima í ensku, en langar að læra pólsku. Ef þú hefðir einn ofurkraft, hver væri hann? Teleporta. Ég bý í Árbænum og umferðin er svo þung svo það væri ótrúlega hentugt. Síðan væri ég líka til í að geta stokkið út á land bara sí svona. Ef þú gætir ferðast aftur í tímann – hvaða augnablik eða tímabil í lífi þínu myndir þú velja? Brúðkaupsferð foreldra minna, sem ég og systir mín fengum að fara með í, þegar við heimsóttum Europa Park í Þýskalandi. Fyndið er skrítið atvik sem þú hefur lent í? Ég fæ mjög reglulega hrós fyrir kvikmyndina Lof mér að falla, en ég er ekki Elín Hall. Fallegasti staður á Íslandi? Stykkishólmur. En úti í heimi? Cinque Terrre á Ítalíu. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei, ekki beint. Katla hlaut Edduverðlaun fyrir leik sinn í kvikmyndinni Ljósbroti í vor.Olaf Hannesson Hvað ertu að hámhorfa á núna? Ég er að horfa á Castle, í svona sjötta skiptið. Ég er einföld kona. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Where is my husband? með Raye sem var að koma út, helst live útgáfan á YouTube af Glastonbury.
Hin hliðin Leikhús Tengdar fréttir „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ „Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur. 2. október 2025 09:02 „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ „Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk,“ segir hin 33 ára Svanhildur Heiða Snorradóttir. 12. september 2025 07:08 „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ „Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt. 5. september 2025 08:40 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Hálft ár af hári Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Fleiri fréttir Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Sjá meira
„Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ „Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur. 2. október 2025 09:02
„Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ „Minn stærsti ótti í lífinu var að fæða barn en hef nú yfirstigið það. Mér finnst konur alveg magnaðar. Við berum börnin okkar í níu mánuði, fæðum þau, og síðan tekur við brjóstagjöf. Við erum eiginlega gangandi kraftaverk,“ segir hin 33 ára Svanhildur Heiða Snorradóttir. 12. september 2025 07:08
„Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ „Ég held framtíðarplönum og áætlunum fyrir sjálfa mig, þar sem ég skipti um skoðun eins og nærbuxur,“ segir Þórey Birgisdóttir leikkona, spurð hvar hún sjái sjálfa sig eftir tíu ár. Þegar hún var lítil dreymdi hana um að verða umhverfisráðherra eftir vettvangsferð með skólanum á Sorpu – eða leikkona, dansari eða arkitekt. 5. september 2025 08:40