Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2025 21:02 Skjáskot úr myndbandi sem Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi nýverið á samfélagsmiðli sínum. Embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, gáfu til kynna í dag að opinberir starfsmenn muni ekki fá greidd laun fyrir þann tíma sem rekstur alríkisins verður stöðvaður. Slíkt hefur alltaf verið gert áður en vika er liðin frá því fjárlög runnu út og virðast þingmenn ekkert hafa náð saman um lausn á deilunni. Þegar rekstur ríkisins hefur verið stöðvaður áður hafa opinberir starfsmenn fengið laun fyrir tímabilið, þó þeir hafi flestir ekki mætt til vinnu. Eftir lengstu stöðvunina í sögu Bandaríkjanna skrifaði Trump árið 2019 undir lög sem eiga að tryggja að greiða eigi opinberum starfsmönnum laun yfir stöðvanir ríkisreksturs. AP fréttaveitan segir að í nýju minnisblaði frá Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins komi fram að launin þyrftu að vera greidd af þinginu. Koma þurfi fram í nýjum fjárlögum að greiða eigi opinberum starfsmönnum laun. Með þessu eru Repúblikanar sagðir vilja auka þrýstinginn á Demókrata til að láta af kröfum sínum og samþykkja bráðabirgðafjárlög Repúblikana. Trump sagði á viðburði í Hvíta húsinu að „sumt fólk eigi ekki skilið að séð sé um þau“ og það yrði gert á annan hátt. Spurður út í það hvort opinberir starfsmenn myndu fá greidd laun fyrir tímann sem rekstur ríkisins verður stöðvaður sagði forsetinn að það færi eftir því „hvern verið væri að tala um“. Þó flestir opinberir starfsmenn mæti ekki vinnu þegar rekstur ríkisins er stöðvaður, eru fjölmargir sem þurfa samt að mæta í vinnu og vinna launalaust. Þeim hefur alltaf verið greitt eftirá en það er ekki öruggt að þessu sinni. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, nefndi í dag að hann hefði séð fyrirsagnir um „nýja lagagreiningu“ um að ekki þyrfti að greiða opinberum starfsmönnum laun. Ef það væri satt, væri sérstaklega mikilvægt að Demókratar „gerðu hið rétta“ og samþykktu fjárlög Repúblikana. Mike Johnson: "It's true that in previous shutdowns, many or most furloughed employees have been paid for the time they were furloughed, but there is new legal analysis -- I don't know the details, I just saw a headline this morning -- but there are some legal analysts who are… pic.twitter.com/pGobIRcZID— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2025 Þurftu Demókrata en ræddu ekki við þá Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Sjá einnig: Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Maðurinn með ljáinn Þetta hefur Trump gert nokkrum sinnum og er hugmyndin runnin undan rifjum Russell Vought, yfirmanns áðurnefndrar fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og eins af höfundum Project 2025. Það plagg hefur verið kallað áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Leiðarvísirinn snýst að miklu leyti um að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnana vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Trump-liðar hafa hótað því að nota stöðvun ríkisrekstursins til að segja upp þúsundum opinberra starfsmanna og vilja þannig þrýsta enn frekar á Demókrata. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa þó sagt að Trump og Vought hafi hvort eð er ætlað sér að segja opinberum starfsmönnum upp. Sjá einnig: Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Forsetinn sjálfur birti á dögunum tónlistarmyndband sem gert var með gervigreind, þar sem Vought var líkt við manninn með ljáinn. Lagið er breytt útgáfa af laginu „The Reaper“ eftir Blue Oyster Club og fjallar í raun um það að Vought sé mættur með ljáinn til að skera niður hjá hinu opinbera og koma höggi á Demókrata. Meðal annars sýnir myndbandið Vought í hlutverki dauðans ganga um þinghúsið á meðan Trump sjálfur silar á kúabjöllu og JD Vance, varaforseti, spilar á trommur. Segjast ekki ætla að lúffa Trump hótaði aftur í gær að segja upp fjölmörgum opinberum starfsmönnum ef Demókratar lúffuðu ekki. Þeir hafa hins vegar enn sem komið er ekki viljað gera það og virðast nokkuð sameinaðir í afstöðu þeirra. Eins og segir í grein Politico skýrist afstaða Demókrata að miklu leyti af því að þó Trump segi upp opinberum starfsmönnum, hafi það alltaf staðið til. Hvort sem þeir lúffi eða ekki muni Trump og Vought sveifla niðurskurðarhnífnum. Þeir hafi verið að segja upp fólki í hrönnum áður en fjárlögin runnu út. Politico segir að Demókratar hafi einnig stuðning forsvarsmanna verkalýðsfélaga opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum. Demókratar standa einnig í þeirri trú að Repúblikanar muni gefa eftir, þegar Bandaríkjamönnum verður ljóst að sjúkratryggingar fjölda Bandaríkjamanna munu hækka verulega í verði, þar sem Repúblikanar hafa látið ívilnanir renna út, eins og áður hefur verið nefnt. Leiðtogar Demókrata telja að það gæti komið niður á Repúblikönum í þingkosningunum á næsta ári. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. 2. október 2025 06:45 Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. 1. október 2025 07:07 Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. 22. september 2025 14:41 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Þegar rekstur ríkisins hefur verið stöðvaður áður hafa opinberir starfsmenn fengið laun fyrir tímabilið, þó þeir hafi flestir ekki mætt til vinnu. Eftir lengstu stöðvunina í sögu Bandaríkjanna skrifaði Trump árið 2019 undir lög sem eiga að tryggja að greiða eigi opinberum starfsmönnum laun yfir stöðvanir ríkisreksturs. AP fréttaveitan segir að í nýju minnisblaði frá Fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins komi fram að launin þyrftu að vera greidd af þinginu. Koma þurfi fram í nýjum fjárlögum að greiða eigi opinberum starfsmönnum laun. Með þessu eru Repúblikanar sagðir vilja auka þrýstinginn á Demókrata til að láta af kröfum sínum og samþykkja bráðabirgðafjárlög Repúblikana. Trump sagði á viðburði í Hvíta húsinu að „sumt fólk eigi ekki skilið að séð sé um þau“ og það yrði gert á annan hátt. Spurður út í það hvort opinberir starfsmenn myndu fá greidd laun fyrir tímann sem rekstur ríkisins verður stöðvaður sagði forsetinn að það færi eftir því „hvern verið væri að tala um“. Þó flestir opinberir starfsmenn mæti ekki vinnu þegar rekstur ríkisins er stöðvaður, eru fjölmargir sem þurfa samt að mæta í vinnu og vinna launalaust. Þeim hefur alltaf verið greitt eftirá en það er ekki öruggt að þessu sinni. Mike Johnson, forseti fulltrúadeildarinnar, nefndi í dag að hann hefði séð fyrirsagnir um „nýja lagagreiningu“ um að ekki þyrfti að greiða opinberum starfsmönnum laun. Ef það væri satt, væri sérstaklega mikilvægt að Demókratar „gerðu hið rétta“ og samþykktu fjárlög Repúblikana. Mike Johnson: "It's true that in previous shutdowns, many or most furloughed employees have been paid for the time they were furloughed, but there is new legal analysis -- I don't know the details, I just saw a headline this morning -- but there are some legal analysts who are… pic.twitter.com/pGobIRcZID— Aaron Rupar (@atrupar) October 7, 2025 Þurftu Demókrata en ræddu ekki við þá Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þeir þurfa þó nokkur atkvæði frá Demókrötum til að koma frumvarpinu gegnum öldungadeildina. Demókratar hafa ekki viljað gera það. Er það vegna þess að Repúblikanar ræddu frumvarpið ekkert við Demókrata áður en það var lagt fyrir þingið og samkvæmt því ætla Repúblikanar að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi. Demókratar vilja einnig að Repúblikanar hætti við niðurskurð til tryggingakerfis sem kallast Medicaid. Sjá einnig: Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Maðurinn með ljáinn Þetta hefur Trump gert nokkrum sinnum og er hugmyndin runnin undan rifjum Russell Vought, yfirmanns áðurnefndrar fjárlagaskrifstofu Hvíta hússins og eins af höfundum Project 2025. Það plagg hefur verið kallað áherslulisti og leiðarvísir fyrir ríkisstjórn Trumps sem skrifaður var fyrir samtökin Heritage Foundation. Project 2025 hefur verið lýst sem óskalista öfgafullra, kristinna íhaldsmanna og vakti mikla athygli í aðdraganda forsetakosninganna. Leiðarvísirinn snýst að miklu leyti um að því að rífa niður stjórnsýslu- og embættismannakerfi Bandaríkjanna og endurbyggja það með íhaldssamara ívafi og á á þann veg svo vald forsetaembættisins væri aukið. Sjá einnig: Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Í ræðu sem Vought flutti árið 2023 sagði hann til að mynda að „við viljum taka embættismenn á taugum.“ Hann sagði embættismenn eiga að vilja ekki mæta í vinnuna á morgnana vegna þess að litið væri á þá sem óvini bandarísku þjóðarinnar. Trump-liðar hafa hótað því að nota stöðvun ríkisrekstursins til að segja upp þúsundum opinberra starfsmanna og vilja þannig þrýsta enn frekar á Demókrata. Leiðtogar Demókrataflokksins hafa þó sagt að Trump og Vought hafi hvort eð er ætlað sér að segja opinberum starfsmönnum upp. Sjá einnig: Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Forsetinn sjálfur birti á dögunum tónlistarmyndband sem gert var með gervigreind, þar sem Vought var líkt við manninn með ljáinn. Lagið er breytt útgáfa af laginu „The Reaper“ eftir Blue Oyster Club og fjallar í raun um það að Vought sé mættur með ljáinn til að skera niður hjá hinu opinbera og koma höggi á Demókrata. Meðal annars sýnir myndbandið Vought í hlutverki dauðans ganga um þinghúsið á meðan Trump sjálfur silar á kúabjöllu og JD Vance, varaforseti, spilar á trommur. Segjast ekki ætla að lúffa Trump hótaði aftur í gær að segja upp fjölmörgum opinberum starfsmönnum ef Demókratar lúffuðu ekki. Þeir hafa hins vegar enn sem komið er ekki viljað gera það og virðast nokkuð sameinaðir í afstöðu þeirra. Eins og segir í grein Politico skýrist afstaða Demókrata að miklu leyti af því að þó Trump segi upp opinberum starfsmönnum, hafi það alltaf staðið til. Hvort sem þeir lúffi eða ekki muni Trump og Vought sveifla niðurskurðarhnífnum. Þeir hafi verið að segja upp fólki í hrönnum áður en fjárlögin runnu út. Politico segir að Demókratar hafi einnig stuðning forsvarsmanna verkalýðsfélaga opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum. Demókratar standa einnig í þeirri trú að Repúblikanar muni gefa eftir, þegar Bandaríkjamönnum verður ljóst að sjúkratryggingar fjölda Bandaríkjamanna munu hækka verulega í verði, þar sem Repúblikanar hafa látið ívilnanir renna út, eins og áður hefur verið nefnt. Leiðtogar Demókrata telja að það gæti komið niður á Repúblikönum í þingkosningunum á næsta ári.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. 2. október 2025 06:45 Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. 1. október 2025 07:07 Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. 22. september 2025 14:41 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Fleiri fréttir Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Sjá meira
Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Um það bil 750 þúsund ríkisstarfsmenn í Bandaríkjunum verða sendir í launalaust leyfi á meðan „lokun“ alríkisins stendur yfir. Starfsmenn sem sinna nauðsynlegri þjónustu, líkt og landamæragæslu, gætu þurft að vinna án þess að fá greitt fyrir. 2. október 2025 06:45
Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Ríkisrekstur Bandaríkjanna er nú í limbó, eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseta mistókst að fá Demókrata til að samþykkja frumvarp um áframhaldandi fjárútlát. 1. október 2025 07:07
Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Þó einungis átta dagar séu þar til stöðva þarf rekstur alríkis Bandaríkjanna, verði ný fjárlög ekki samþykkt á þingi, eru engir þingfundir skipulagðir alla vikuna. Stöðvun reksturs ríkisins þykir óhjákvæmileg og keppast stjórnmálamenn nú vestanhafs við að kenna hinum flokknum um ástandið. 22. september 2025 14:41
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent