Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 21:16 Glódís Perla Viggósdóttir til varnar gegn Vicky Lopez á Johan Cruyff leikvanginum í Barcelona í kvöld. Getty/Judit Cartiel Barcelona vann ótrúlegan 7-1 sigur gegn Bayern München í Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna í kvöld. Ríkjandi meistarar Arsenal töpuðu á heimavelli gegn Lyon, 2-1. Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira
Leikið er með nýju fyrirkomulagi í Meistaradeild kvenna í vetur þar sem nú eru öll átján liðin saman í einni deild, svipað og hjá körlunum. Fjórir fyrstu leikirnir voru í kvöld og eru Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Bayern því núna neðstar, eftir þennan mikla skell. Glódís, sem glímt hefur við meiðsli í upphafi tímabils, var á varamannabekknum í fyrri hálfleik og gat því ekkert gert við því að Bayern lenti þá 4-1 undir. Furðuðu lýsendur ESPN sig á því að Glódís skyldi ekki byrja þennan stórleik og bentu á vandræðin sem vörn Bayern var í án hennar. Ewa Pajor og Claudia Pina skoruðu tvö mörk hvor í kvöld.Getty Staðan var svo orðin 5-1 þegar Glódís kom inn á, hálftíma fyrir leikslok, og löngu ljóst hvert stigin þrjú færu, en Claudia Pina bætti við tveimur mörkum í lokin. Ewa Pajor skoraði einnig tvö mörk og þær Alexia Putellas, Esmee Brugts og Salma Paralluelo eitt mark hver. Klara Bühl skoraði mark gestanna. Eins og fyrr segir sótti Lyon þrjú stig til Lundúna með 2-1 sigri á Arsenal. Heimakonur komust þó yfir með marki Alessia Russo en Melchie Dumornay svaraði með tveimur mörkum á fimm mínútum, um miðjan fyrri hálfleik, og þar við sat. Paris og OH Leuven gerðu 2-2 jafntefli og Juventus vann 2-1 sigur gegn Benfica. Erfið staða hjá Ísabellu og Diljá Í kvöld var einnig keppt í undankeppni nýja Evrópubikarsins, eins konar B-Evrópukeppni kvenna, þar sem þrjú Íslendingalið voru á ferðinni. Ísabella Sara Tryggvadóttir var í byrjunarliði Rosengård sem tapaði 3-0 á útivelli í fyrri leik sínum við Sporting í Portúgal, og Diljá Ýr Zomers kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik fyrir Brann sem tapaði 4-1 gegn Hammarby í Svíþjóð. Landsliðsmarkvörðurinn Fanney Inga Birkisdóttir var svo á varamannabekknum hjá Häcken sem vann 4-0 stórsigur gegn Katowice frá Póllandi. Seinni leikirnir verða í næstu viku.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Í beinni: Tottenham - Aston Villa | Úrvalsdeildarslagur í bikarnum Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Sjá meira