Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2025 11:31 Cristiano Ronaldo er ekkert að fara hætta þótt hann sé kominn yfir fertugt. Getty Cristiano Ronaldo er ekkert að fara að hætta í fótbolta þrátt fyrir pressu frá fjölskyldu sinni. Hann ætlar sér að ná þúsund mörkum fyrstur allra í opinberum keppnisleikjum. Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“ HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira
Ronaldo ræðir um framtíðina í nýju viðtali þar sem kemur fram að hann telji sig enn eiga nóg eftir á tankinum og hafa ástríðu til að keppa við yngri leikmenn. Ronaldo er markahæsti leikmaður í sögu karlalandsliða með 141 mark í 223 leikjum fyrir Portúgal. Hinn fertugi Ronaldo hefur skorað fimm mörk í sex leikjum í öllum keppnum fyrir Al Nassr á þessu tímabili og varð nýlega jafnmarkahæsti leikmaður í sögu undankeppni HM þegar hann skoraði sitt 39. mark í sigri gegn Ungverjalandi. Það er kominn tími til að þú hættir „Fólk, og þá sérstaklega fjölskyldan mín, segir: ‚Það er kominn tími til að þú hættir. Þú hefur afrekað allt. Af hverju viltu skora þúsund mörk?‘“ sagði Ronaldo við Canal 11. „Ég er ekki á því máli. Ég tel mig enn vera að gera góða hluti, ég er að hjálpa félaginu mínu og landsliðinu, og af hverju ekki að halda áfram?“ ESPN segir frá. Cristiano Ronaldo isn't taking his family's advice to stop before he reaches 1000 goals 😅 pic.twitter.com/76DfbSOOMb— ESPN FC (@ESPNFC) October 8, 2025 „Ég er viss um að þegar ég hætti verð ég sáttur, því ég lagði allt í sölurnar. Ég veit að ég á ekki mörg ár eftir, en þeirra fáu sem ég á reyni ég að njóta til hins ýtrasta,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur fimm sinnum unnið Gullknöttinn og hann bætti enn einni einstaklingsviðurkenningunni við glæstan feril sinn þegar hann tók á móti heiðursverðlaunum á portúgölsku fótboltaverðlaunahátíðinni á þriðjudag. Viðurkenning fyrir margra ára erfiði „Þetta eru ekki verðlaun fyrir lok ferils,“ sagði hann. „Ég lít á þetta sem viðurkenningu fyrir margra ára erfiði, alúð og metnað. Mér finnst gaman að sigra, hjálpa yngri kynslóðunum og þær hjálpa mér líka að viðhalda mínu stigi og halda áfram að keppa. Það er það sem hvetur mig áfram: að keppa við þá yngri. Ég hef enn ástríðu fyrir þessu,“ sagði Ronaldo sem hefur skrifað undir nýjan samning við Al Nassr sem tryggir veru hans í sádiarabísku úrvalsdeildinni til júní 2027. Fyrrverandi stjarna Manchester United og Real Madrid hefur nú skorað 946 mörk í 1294 leikjum á ferlinum. „Ég segi oft við ykkur að ef ég gæti myndi ég aðeins spila fótbolta fyrir landsliðið, ég myndi ekki spila fyrir neitt annað félag því það er hápunktur og hátindur ferils fótboltamanns,“ sagði hann. Markmið okkar að fara á HM og vinna Heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó næsta sumar verður síðasta tækifæri Ronaldo til að vinna þann eina stóra titil sem hann á eftir en hann einbeitir sér aðeins að verkefninu sem er fram undan. Portúgal á enn eftir að tryggja sér HM-sætið þrátt fyrir að staðan sé góð. Ronaldo og Portúgal taka á móti Heimi Grímssyni og lærisveinum hans Írlandi í undankeppni HM á laugardag áður en þeir mæta Ungverjalandi 14. október. „Ég er viss um að næstu leikir munu ganga vel og að við munum komast á HM,“ sagði Ronaldo. „Markmið okkar er auðvitað að fara á HM og vinna, en við verðum að taka allt skref fyrir skref.“
HM 2026 í fótbolta Portúgalski boltinn Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Sport Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Handbolti Fleiri fréttir KSÍ missti af meira en milljarði króna Man City sagt ætla að keppa við Liverpool og Man. United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Sjá meira