Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Sindri Sverrisson skrifar 8. október 2025 18:58 Leikmenn Twente fögnuðu vel eftir að hafa komist yfir í kvöld, gegn stórliði Chelsea. Getty/Teresa Kröger Það var vel fagnað í Hollandi í kvöld þegar Twente, liði Amöndu Andradóttur, tókst að landa stigi gegn Englandsmeisturum síðustu sex ára í röð, Chelsea, í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Leikurinn fór 1-1 og er óhætt að segja að þetta séu stór úrslit fyrir Twente sem er aðeins í annað sinn í keppninni, og var í kvöld að mæta liði sem til að mynda komst í undanúrslitin á síðustu leiktíð. Hollenski fyrirliðinn Danique van Ginkel kom Twente yfir á 62. mínútu með frábæru skoti en Sandy Baltimore jafnaði metin úr vítaspyrnu þegar tuttugu mínútur voru eftir, eftir að brotið var á Guro Reiten innan teigs. Amanda var á bekknum lengst af en kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Í öðrum leik sem var að ljúka vann Real Madrid stórsigur á Roma, 6-2, á Spáni. Caroline Weir og Alba Redondo skoruðu tvö mörk hvor. Leikirnir voru í fyrstu umferð nýju útgáfunnar af Meistaradeildinni, þar sem öll átján liðin leika saman í deild líkt og karlamegin, í stað riðlakeppni áður. Jafnt í Íslendingaslag í Evrópubikarnum Í Evrópubikarnum, nýju og næstbestu Evrópukeppninni, náði Braga í gott jafntefli gegn Anderlecht í Íslendingaslag í Belgíu, 1-1. Liðin mætast svo aftur í Portúgal í næstu viku og sigurliðið í einvíginu kemst í aðalkeppni Evrópubikarsins. Guðrún Arnardóttir lék allan leikinn í kvöld, í vörn Braga, og Ásdís Karen Halldórsdóttir kom inn á sem varamaður, á 68. mínútu. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir lék allan leikinn fyrir Anderlecht.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Enski boltinn Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Fleiri fréttir Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Í beinni: Portsmouth - Arsenal | Skytturnar á slóðum Hemma Hreiðars Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Sjá meira
Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Það er alveg hægt að segja að Inter, lið Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, sé komið inn í Evrópubikarinn í fótbolta þó að liðið eigi eftir seinni leik sinn við albanska liðið Vllaznia. Fyrri leikurinn fór 7-0 á Ítalíu í kvöld. 8. október 2025 18:24