Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. október 2025 08:18 Arna Eiríksdóttir var skiljanlega óánægð með vítaspyrnudóminn enda gat hún lítið gert til að fá boltann ekki upp í höndina. Getty/Molly Darlington Vålerenga tapaði naumlega á móti Manchester United í Meistaradeildinni í gærkvöldi en eina mark leiksins kom úr umdeildri vítaspyrnu sem var dæmd á íslenska miðvörðinn Örnu Eiríksdóttur. Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira
Það er óhætt að segja að vítið hafi verið miðpunktur umfjöllunar eftir leikinn og flestir eru á því að íslenska landsliðskonan hafi þar verið beitt miklu ranglæti. Fannst höndin vera í eðlilegri stöðu „Ég þarf að sjá atvikið aftur, en á þessari stundu fannst mér höndin á mér vera í eðlilegri stöðu. Mér fannst boltinn fara fyrst í lærið á mér og svo í höndina. Það er pirrandi að þetta skuli ráða úrslitum,“ sagði svekkt Arna Eiríksdóttir við NRK eftir leikinn. „Ég hef séð þetta á myndbandi eftir á. Þetta er svolítið skrítið. Þegar VAR getur skoðað myndir af þessu eftir á hefði þetta ekki átt að vera víti. Boltinn fer fyrst í mjöðmina á Örnu og svo í höndina. Þetta hefði ekki átt að vera víti,“ sagði Nils Lexerød, þjálfari Vålerenga, við NRK. Marc Skinner, þjálfari Manchester United, tók jafnvel undir með þeim þegar hann heyrði af því að boltinn hefði farið í lærið á Örnu og svo upp í höndina? Fréttin á síðu norska ríkisútvarpsins.NRK Sport Óheppni fyrir Vålerenga „Það smáatriði hef ég ekki séð. Ef það er rétt þá finnst þeim þetta örugglega strangur dómur. Allt sem ég sá var hendi. Ef það er rétt þá er þetta óheppni fyrir Vålerenga, en mér fannst við eiga skilið að vinna leikinn,“ sagði Marc Skinner við NRK. „Mér finnst þetta mjög strangur dómur. Varnarmaðurinn er á hreyfingu, handleggurinn hennar virtist ekki svo langt frá, en hann breytir stefnu boltans. Ég væri móðguð ef ég væri hún,“ sagði fótboltasérfræðingurinn Anita Asante á Disney+. Aðeins of langt frá líkamanum „Þetta er auðvitað hrottalegt fyrir Vålerenga, en svona er þetta. Þegar það er spil og pressa inn í vítateignum þá er alltaf hætta á að svona gerist. Hefði dómarinn ekki dæmt víti, hefði VAR gripið inn í og breytt dómnum? Það er umræðan sem við erum að taka hér,“ sagði Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK. „Það er auðvitað mjög strangt að fá dæmda á sig vítaspyrnu fyrir þetta. Því miður er hönd Eiríksdóttur aðeins of langt frá líkamanum,“ sagði Kristoffer Løkberg, fótboltasérfræðingur NRK.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Norski boltinn Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Sjá meira